Erlent

Sænskt sjúkrahús jafnað við jörðu á Gaza

Ísraelsher jafnaði í dag við jörðu sjúkrahús sem sænska kirkjan rekur á Gazaströndinni. Sjúkrahúsið varð fyrst fyrir flugskeyti úr þyrlu hersins og skömmu síðar rigndi skotum frá skriðdrekum yfir húsið. Engann sakaði, en sjúkrahúsið er gjörónýtt.

Í húsinu var ein af þremur fæðingardeildum sem kirkjan rekur á Gazaströndinni. Verið er að breyta þeim í neyðarmóttökur fyrir fórnarlömb stríðsins, og var framkvæmdum við húsið nýlokið. Christian Åkesson yfirmaður hjá kirkjunni sagði í samtali við vefútgáfu Politiken að það væri lán í óláni, því af þeim sökum hefðu engir sjúklingar verið í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×