Innlent

Drykkjulæti og sprengingar í Reykjavík í nótt

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Flest voru útköllin vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum eða sprengingum, en skotgleði landans virðist lítið hafa dvínað þó langt sé liðið á janúar.

Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt. Þá voru tveir menn teknir á Bræðraborgastíg fyrrihluta nætur þar sem þeir voru að brjótast inn í bíla. Mennirnir eru enn í haldi og málið er í rannsókn. Um sexleitið í morgun var svo tilkynnt um eld í bíl við Rauðhellu. Það náðist að slökkva eldinn áður en miklar skemmdir hlutust af, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum.

Mikið var um drykkjulæti og óspektir á Selfossi í nótt. Þá sparkaði geðstirður bæjarbúi upp tveimur hurðum, annarri í heimahúsi en hinni á skemmtistað. Sá gistir fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×