Erlent

Bretaprins biðst afsökunar

Harry Bretaprins hefur beðist afsökunar á orðbragði sínu á upptöku sem breska blaðið News of the World birtir í dag. Upptakan er frá 2006 og tekin af félaga prinsins þar sem þeir og fleiri liðsforingjaefni í breska hernum biðu eftir flugi til æfingabúða á Kýpur. Í samtali notar Harry niðrandi orð um Pakistana og Araba. Hann talar um "Paki" þegar hann vísar til kunningja síns frá Pakistan en það orð þykir afar niðrandi. Harry kallar einnig annan félaga sinn handklæðahaus eða "raghed" sem þykir bera vott um fordóma í garð Araba og vísa til höfuðklúta þeirra. Prinsinn hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni og segist harma orðavalið. Ummælin hafi hins vegar ekki átta að vera meiðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×