Innlent

Versnandi veður á Norðurlandi

Veður fer versnandi á Norðurlandi frá Skagafirði austur að Melrakkasléttu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni er spáð vaxandi ofanhríð og skafrenningi og afar takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Dregur úr ofanhríð og vindi undir kvöldið.

Á Suðurlandi er hálka og hálkublettir. Hálka er á Reykjanesbraut. Snjóþekja er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, skafrenningur og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Kleifaheiði og Klettsháls. Ófært er um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði og stórhríð og beðið er með mokstur vegna veðurs.

Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir, éljagangur. Á Austurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Þungfært er um Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur sumstaðar.

Þeim takmörkunum á öxulþunga sem verið hafa undanfarna daga á Djúpvegi frá Hrútafirði til Súðavíkur er hér með aflétt frá og með kl. 8:00 árdegis, en enn eru þungatakmarkanir fyrir austan Vík og á Ströndum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×