Innlent

Einungis ein þjóð á fleiri bíla en Íslendingar

Bifreiðar við Sundahöfn. Mynd/ GVA.
Bifreiðar við Sundahöfn. Mynd/ GVA.
Íslendingar eiga næstflestar bifreiðar af öllum þjóðum heims, ef miðað er við höfðatölu. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Economist. Þar kemur fram að bílaeign er algengust í Luxemburg af öllum þjóðum heims. Þar eru 647 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Ísland fylgir fast á eftir, einnig með vel á sjöunda hundrað bifreiða á hverja þúsund íbúa. Fast á hæla Íslendinga fylgja svo Nýsjálendingar með um það bil 600 bíla á hverja þúsund íbúa og Ítalir koma þar á eftir.

Upplýsingar Economist eru fengnar frá Alþjóða vegasambandinu og eru í sumum tilfellum allt frá árinu 2005. Í þeim tilfellum eru nýrri tölur ekki tiltækar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×