Fleiri fréttir

Forsætisráðherra bregst við athugasemdum Umboðsmanns

Forsætisráðuneytið auglýsti embætti skrifstofustjóra efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu laust til umsóknar á Starfatorgi í gær. Forsætisráðherra hafði áður sett Björn Rúnar Guðmundsson tímabundið í embættið frá 1.

Slökkviliðið kallað að Áslandsskóla

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Áslandsskóla í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Þar hafi brunaboði farið í gang. Talið er að flugeldi hafi verið skotið inn í skólann og reykurinn sem hlaust af hafi kveikt á brunavarnarkerfinu. Ekki var um neinn eld að ræða.

Tæknifræði í fyrsta sinn á vegum HÍ

Kennsla hefst í lok mánaðarins í tæknifræði við Háskóla Íslands í fyrsta sinn og er námið samstarfsverkefni HÍ og Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Nemendur verða skráðir við HÍ og munu útskrifast þaðan, en námið fer fram hjá Keili á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Formenn stjórnarflokkanna segja litlar líkur á kosningum

Forsætisráðherra segir ólíklegt að boðað verði til alþingiskosninga á þessu ári. Ágreiningur stjórnarflokkanna um hvort boða eigi til sérstakrar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildaviðræður að Evrópusambandinu kallar ekki á stjórnarslit að mati formanna stjórnarflokkanna.

Átta virkjanir gæti þurft fyrir Helguvík

Ráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja eru sammála um að fyrirtækin muni ekki getað útvegað alla þá orku sem álver í Helguvík þarf innan sjö ára, þrátt fyrir að þau réðust í byggingu sex virkjana. Tvöhundruð megavött hið minnsta vantar upp á, sem samsvarar því að virkja þyrfti til viðbótar bæði við Bitru og Urriðafoss til að ná endum saman.

Flokkarnir fá hálfan milljarð króna

Styrkir til stjórnmálaflokkanna voru ekkert skornir niður í meðförum Alþingis. Flokkarnir fá rúmlega hálfan milljarð króna í styrki frá ríkinu á þessu ári, samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum.

Stálu skóm og leikfangaböngsum

Tveir karlmenn voru dæmdir í sekt fyrir að stela tveimur skópörum og leikfangaböngsum í verslun Nóatúns á Selfossi. Annar maðurinn þarf að greiða 80.000 króna sekt en hinn 15.000 krónur.

Sektaður fyrir að tálma lögreglumenn við störf

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 30.000 króna sekt fyrir það sem kallað er að tálma lögreglumenn við störf. Maðurinn var handtekinn eftir að hann lét ófriðlega þegar lögregla stöðvaði ökumann sem grunaður var um að aka undir áhrifum áfengis.

Rauðum vökva skvett á utanríkisráðuneytið

Tíu manna hópur mótmælenda safnaðist saman við utanríkisráðuneytið síðdegis. Hluti hópsins var með klúta fyrir andlitinu. Fólkið skvetti röðum vökva í anddyri ráðuneytisins sem er búið er að þrífa að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Hægt að gegnumlýsa 40 feta gám á innan við mínútu

Í dag fór fram formleg afhending á gámagegnumlýsingabifreið sem Tollstjórinn hefur keypt í þeim tilgangi að efla aðgerðir gegn fíkniefnasmygli og auka öryggi vöruflutninga. Það var Árni Mathiesen fjármálaráðherra sem veitti bifreiðinni móttöku úr hendi fulltrúa fulltrúa kínverska fyrirtækisins Nuctech, en fyrirtækið átti hagstæðasta boð í útboði vegna kaupanna.

2312 skráðar skammbyssur í umferð á Íslandi

Um áramótin voru skráð 52.123 skotvopn í landskrá skotvopna. Þar af eru 2312 skammbyssur. Vika er síðan að lögregla handtók 16 ára gamlan pilt sem gekk um Smáíbúðahverfið vopnaður skammbyssu. Henni hafði hann stolið úr ólæstri hirslu föður síns sem er fyrrverandi lögreglumaður. Drengurinn hleypti af byssunni við leikskólann Jöfra.

Þorgerður og Geir skipta á starfsmönnum

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu var boðað til fundar í menntamálaráðneytinu með skömmum fyrirvara nú í morgun. Þar voru breytingar á ráðuneytinu kynntar sem m.a. lúta að því að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri færir sig um set yfir í forsætisráðuneytið. Þar hefur hann verið ráðinn sem verkefnastjóri. Þetta staðfesti Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við Vísi.

Lögfræðiálitið: Erfitt að fá ákvörðun breskra stjórnvalda hnekkt

Breska lögmannsstofan Lovells LLP hefur veitt ríkisstjórn Íslands ráðgjöf varðandi hugsanlega málsókn á hendur breska ríkinu, í þeim tilgangi að hnekkja kyrrsetningu fjármuna sem tengjast Landsbankanum sem breska ríkið greip til 8. október 2008. Sú kyrrsetning varðar m.a. fjármuni tengda Landsbankanum í eigu eða vörslu íslenskra stjórnvalda.

Rannsóknarnefndin tekin til starfa

Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna og tengda atburði hefur tekið til starfa. Á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu sem nefndin hélt í dag kom fram að nefndin hefur þegar fundað með fulltrúum í fjármálalífinu á borð við skilanefndir bankanna, forsvarsmenn Kauphallar, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka.

Fundað í menntamálaráðuneytinu

Starfsmannafundi í menntamálaráðuneytinu er nýlokið. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara. Starfsfólk ráðuneytisins vildi ekki tjá sig um málið en sagði að von væri á tilkynningu innan skamms.

Sirius Star úr höndum sjóræningja

Sómalskir sjóræningjar létu í dag frá sér Sádí arabískt risaolíuskip, Sirius Star, sem þeir hertóku úti fyrir strönd Sómalíu um miðjan nóvember. Í gær voru greiddar þrjár milljónir bandaríkjadala í lausnargjald fyrir skipið.

Innköllun á pólskri kæfu - obwieszczenie

Verslunin Mini Market hefur innkallað pólska kjúklingakæfu með tómötum, Wielkopolski poultry pate with tomatoes með best fyrir dagsetningu 25.11.2010. Varan inniheldur afurðir úr írsku svínakjöti sem staðfest hefur verið að er mengað af díoxíni.

Björn ekki ráðherra út kjörtímabilið

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, verður ekki ráðherra út kjörtímabilið. Björn sagði í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna fyrir þingkosningarnar 2007 að yfirstandandi kjörtímabil yrði líklega hans síðasta. Framtíð Björns sem ráðherra hefur verið óljós en nú hefur hann tekið af öll tvímæli hvað hana varðar.

Íbúum fjölgar en afbrotum fækkar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út skýrslu um afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 þar sem meðal annars kemur fram að skráðum afbrotum á svæðinu hefur fækkað á sama tíma og íbúum hefur fjölgað. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að ofbeldisbrotum hafi hinsvegar fjölgað nokkuð sem sé áhyggjuefni. Flest ofbeldisbrota eru framin í tengslum við skemmtanalíf í miðborg Reykjavíkur um helgar.

Voðaskot í Rússlandi: Beðið eftir viðbrögðum

Ekki er búið að taka skýrslu af 17 ára íslenskri stúlku sem varð tvítugum pilti að bana í borginni Astrakahn í Rússlandi í október. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur stúlkunnar, segir að beðið sé eftir viðbrögðum rússneskra yfirvalda sem hefur verið gert ljóst að stúlkan sé reiðbúin að svara spurningum varðandi málið.

Evrópuráðsþingið ætlar að skoða aðgerðir Breta

Í dag samþykkti framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins beiðni Íslands um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október síðastliðinn yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins. Steingrímur J. Sigfússon á sæti í framkvæmdastjórninni og sótti fundinn sem fór fram í Barcelona.

Gasflæðið komist í lag um helgina

Evrópusambandið telur að hægt verði að tryggja eðlilegt gasflæði frá Rússlandi til Vestur-Evrópu um helgina. Rússar og ESB sömdu í gær um eftirlit með gasflutningum með leiðslum um Úkraínu til að tryggja að gasi væri ekki stolið.

Þrjátíu féllu í einni árás á Gaza

Vitni hafa greint fulltrúum Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu frá því að Ísraelar hafi fellt þrjátíu Palestínumenn í einni árás á hús í Gaza-borg fyrr í vikunni. Þessi sömu vitni segja að ísraelskir hermenn hafi flutt um hundrað Palestínumenn í húsið skömmu áður.

Vill að Árni segi af sér

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur ítrekað gerst sekur um umdeild vinnubrögð auk þess sem margir hafa efast um getu hans og þekkingu til að stýra efnahagslífi landsins í skjóli menntunar í dýralækningum, að mati Þórðar Heiðars Þórarinssonar aðstoðarritstjóra Deiglunnar. Hann segir að réttast væri að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, krefðist afsagnar Árna en þar sem ekki virðist ætla að leiða til þess þurfi Árni að taka af skarið sjálfur og segja af sér.

Guðlaugur sýnir hugrekki

,,Nú hefur ungur ráðherra, Guðlaugur Þór, látið vinna greiningu og stefnu um breytta verkskiptingu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf hugrekki í ljósi afdrifa fyrri til rauna," segir Margrét Björnsdóttir en hún situr í nefnd heilbrigðisráðherra um framtíðarhlutverk og skipulag Landspítlans. Margrét er náin samstarfskona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar.

Breytingar í heilbrigðiskerfinu: Ánægja í Ólafsvík

Breytingar í heilbrigðiskerfinu sem kynntar voru af Guðlaugi Þór Þórðarsyni í fyrradag hafa vakið mikið umtal og nokkuð hörð viðbrögð hjá starfsfólki í heilbrigðisgeiranum. Þó eru ekki allir á móti hugmyndunum því á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins er greint frá mikilli ánægju í Ólafsvík með þær breytingar sem snúa að Vesturlandi.

Borgarafundur á Sauðárkróki: Heilbrigðisráðherra mótmælt

Borgarafundur verður haldinn á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki klukkan fjögur í dag. Á fréttamiðlinum Feyki er greint frá þessu en aðstandendur fundarins er hópur fólks sem vill mótmæla „þeim vinnubrögðum og áformum heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki renni undir stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem stýrt verði frá Akureyri,“ eins og segir í fréttinni.

Samfylkingarfólk gagnrýnir Guðlaug

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um niðurlagningu St. Jósefsspítala og flutning á starfsemi hans, sem stjórnin segir að hafi verið lagðar fram án samráðs við hluteigandi starfsfólk og bæjaryfirvöld. Breytingin falli vel að hugmyndum ráðherrans um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Hreppaflutningum mótmælt á Akureyri

Á morgun laugardag verður farið í mótmælagöngu frá Samkomuhúsinu á Akureyri niður að Ráðhústorginu. ,,Við mótmælum hreppaflutningum á eldri kynslóðinni, lokun geðdeilda, uppsögnum ljósmæðra og skerðingu á þjónustu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri," segir í tilkynningu áhugahóps.

Fimm fluttir á slysadeild eftir árekstur

Fimm manns voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans eftir harðann árekstur þriggja bíla á Vesturlandsvegi á móts við Grundarhverfi á Kjalarnesi laust fyrir klukkan átta í morgun.

Öryggisráð SÞ ályktar um vopnahlé á Gaza

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í nótt ályktun um að krefjast þegar í stað vopnahlés á Gaza-svæðinu. Fjórtán af 15 ráðsmönnum samþykktu ályktunina en Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ekki fleiri uppsagnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár

Líklega hefur fleira starfsfólki ekki verið sagt upp í Bandaríkjunum einn og sama mánuðinn í meira en 30 ár en í nýliðnum desembermánuði. Þetta er talið vera meðal tölfræðilegra staðreynda sem settar eru fram í skýrslu Bandaríkjastjórnar um atvinnuástandið sem gerð verður opinber í dag.

Flest símtöl til 112 í Danmörku skakkt númer

Þrjú af hverjum fjórum símtölum til neyðarlínunnar í Danmörku eru byggð á misskilningi. Þar í landi er ætlast til þess að fólk hringi í númerið 114 til að fá samband við lögreglu, og til dæmis tilkynna um stolið hjól, en 112 sé það í verulegum nauðum statt, enda um neyðarlínu að ræða.

Lækkun stýrivaxta engin töfralausn segja fræðingar

Lækkaðir stýrivextir seðlabanka gera almenningi takmarkað gagn þar sem vaxtalækkunin skilar sér ekki alltaf gegnum viðskiptabankana til lántakenda auk þess sem sparifjáreigendur horfa á sparnaðinn rýrna við vaxtalækkunina.

Pandabjörninn Gu Gu lítt við alþýðuskap

Skapstygg panda í dýragarðinum í Peking, höfuðborg Kína, bergði á mannsblóði í þriðja skiptið í gær þegar hún beit gest sem klifraði yfir girðinguna til að ná í leikfang sem barn hafði misst inn fyrir.

Brutust inn í mannlaust hús á Vallarheiði

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo fjórtán ára pilta, sem höfðu brotist inn í mannlaust fjölbýlishús á Vallarheiði við Keflavíkurflugvöll og valdið þar töluverðum skemmdum.

200.000 SMS úr kerfi Vodafone á nýársnótt

Tvö hundruð þúsund SMS-skeyti voru send úr farsímakerfi Vodafone á nýársnótt, þar af 100 þúsund á fyrstu klukkustundinni eftir áramótin. Þá eru ótalin SMS-skeyti í hinum farsímakerfunum.

Gera það gott í síld og kolmunna

Á meðan sjómenn og útvegsmenn bíða í ofvæni eftir að Hafrannsóknarstofnun gefi út kvóta til loðnuveiða, eru nokkur skip að gera það gott á síldveiðum í Breiðafirði og á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.

Sjá næstu 50 fréttir