Erlent

Ferja sökk í aftakaveðri

Ferja með 250 farþega og 17 manna áhofn innanborðs sökk í aftakaveðri í austurhluta Indonesíu í nótt. Samgönguráðherra landsins sagði að 150 hefði verið náð úr flakinu, en tiltók ekki hvort fólkið var lífs eða liðið. Talsmaður ráðuneytisins sagði fyrr í dag að vitað væri að átján manns hefðu lifað slysið af. Fellibylur geysar nú á svæðinu og er ölduhæð mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×