Erlent

Harðir bardagar á Gaza í dag

Ísrelskir hermenn börðust í návígi við herskáa Palestínumenn í úthverfum Gaza-borgar í dag. Bardagarnir munu þeir hörðustu frá upphafi landhernaðar Ísraela á Gaza fyrir rúmri viku.

Ísraleskir hermenn sóttu inn í þéttbýl svæði í úthverfum Gaza-borgar snemma í morgun. Vitni segja átökin hafa verið einhver þau hörðustu sem orðið hafi í návígi frá innrás fyrir rúmri viku.

Liðsmenn samtakanna Heilags stríðs lágu í leyni þegar hermenn komu þangað og var barist af hörku.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að ekki væri vitað hvenræ átökum myndi ljúka. Ekki mætti hætta í miðju kafi.

Yfirmenn í Ísralsher eru sagðir bíða óþreyjufullir eftir ákvörðun þeirra um hvort eigi að ljúka hernaði eða auka umfang hans.

Hermenn séu auðveld skotmörk meðan þeir séu ekki á hreyfingu á leið sinni á ný svæði.

Verði umfang aðgerða aukið munu ísraelskir hermenn halda til suðurhluta Gaza og leggja þar undir sig svæði sem nær yfir landamærin til Egyptalands til að loka göngum sem notuð hafa verið til að smygla vopnum til herskárra á Gaza.

Á meðan ísraelskir ráðamenn ræða næstu skref er hluti varaliðs Ísraelshers í viðbragðsstöðu í þjálfunarbúðum í suðurhluta Ísraels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×