Innlent

Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut

Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni í hádeginu í dag þegar skyndileg hálka myndaðist á brautinni við Kúagerði. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í fyrra tilvikinu hafi ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt út fyrir veg og hafnaði á milli akreinanna. Þrennt var í bifreiðinni, hjón með ungt barn, og voru þau öll flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús til skoðunar. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið. í seinna óhappinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar engin slys og bifreiðin lítið skemmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×