Fleiri fréttir Verð á veiðileyfum lækkar Verð á veiðileyfum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal verður lækkað í sumar frá því sem áður var auglýst. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti félagsfundur í Veiðifélagi Laxár og Krákár ósk stangaveiðifélagsins um lækkun verðtryggingar á leigusamningi sem upphaflega hljóðaði upp á 253 milljónir króna fyrir fimm ár. „Um hversu mikillar lækkunar er að vænta vildi framkvæmdastjóri SVFR ekki gefa út á þessari stundu þar sem verið er að fara yfir þessi mál í kjölfar ákvörðunar Veiðifélags Laxár og Krákár,“ segir á svfr.is.- gar 20.1.2009 04:45 Síld fyllir höfn Vestmannaeyja Höfnin í Vestmannaeyjum fylltist af síld í gærmorgun í annað skiptið á tæpum mánuði. 20.1.2009 04:30 Land Cruiser vinsælastur Toyota er með fjóra bíla á topp fimm-listanum yfir nýskráðar bifreiðar á síðasta ári og fimm á topp tíu, að því er fram kemur í tölum frá Umferðarstofu. Mest seldi bíllinn var Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru skráðir 2008. Í öðru sæti er Yaris með 478 nýskráningar. Þetta er nítjánda árið í röð sem Toyota er mest selda tegund hér á landi. 20.1.2009 04:00 Þingfundir að loknu jólaleyfi Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi þingmanna sem hófst þegar þingi var frestað, 22. desember síðastliðinn. 20.1.2009 03:45 Málþing um íslenskt mál Íslenskt mál og íslensk málstefna er yfirskrift málþings sem Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu boðar til í dag. Málþingið er það fyrsta af þremur á vormisseri og er ætlunin að ígrunda mikilvæg atriði sem tengjast móðurmáli og kennslustefnu. Málþingið fer fram milli klukkan 15 og 16.30 í Skriðu, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. 20.1.2009 03:30 Samningurinn um gasdeilu undirritaður Forsætisráðherrar Rússlands og Úkraínu, þau Vladimír Pútín og Júlía Tímosjenko, fylgdust í gær með undirritun samnings um lausn á gasdeilunni, sem hefur orðið til þess að íbúar víða í Evrópu hafa ekki fengið gas til húshitunar. 20.1.2009 03:30 Hetjudáð eða hermdarverk? Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands hefur aftur göngu sína í dag eftir hlé yfir hátíðarnar. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar eftir áramót er „Hvað er andóf?" Munu fræðimenn á sviði sagnfræði, lögfræði og heimspeki velta þessari spurningu fyrir sér fram á vor. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, ríður á vaðið í dag með fyrirlestri sem nefnist „Hetjudáð eða hermdarverk?" Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.- bs 20.1.2009 03:15 Fækkar enn í Þjóðkirkjunni Enn fækkar hlutfallslega safnaðarmeðlimum í Þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var 79,1 prósent þjóðarinnar skráð í hana, en voru 89,4 prósent fyrir áratug. 20.1.2009 03:00 Enn ríkir óvissa um tónlistarhúsið Enn er óljóst hver afdrif tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn verða. Framkvæmdir við húsið voru stöðvaðar um áramótin. Í á þriðja mánuð hafa samningaviðræður átt sér stað milli Gamla og Nýja Landsbankans, Austurhafnar, félags ríkis og borgar, ÍAV, stærsta verktakans, og annarra sem að verkinu koma. 20.1.2009 03:00 Engin evra næstu 6-15 ár Að ganga í Evrópusambandið tefur frekar en flýtir fyrir upptöku evru, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir bankahrunið, jöklabréfin, lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum og risareikning vegna Icesave binda á landið skuldaklafa sem geri það að verkum að landið geti ómögulega uppfyllt skilyrði Maastricht sáttmálans fyrir upptöku Evru næstu árin. 19.1.2009 23:06 Svellkaldur Obama Fjölmiðlar vestanhafs hafa tekið eftir því hversu yfirvegaður Barack Obama hefur verið í dag þrátt fyrir að einungis fáeinar klukkustundir séu þangað til að hann tekur við einu ábyrgðarmesta starfi heims. 19.1.2009 23:25 Sigmundur vill tvö ný álver Ljúka ætti byggingu álvera á Bakka og í Helguvík. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Sigmundur sagði þjóðina ekki hafa efni á öðru í núverandi árferði. Hún þyrfti nauðsynlega á allri atvinnuuppbyggingu að halda. 19.1.2009 20:57 Tæplega fjögur hundruð handtökuskipanir á Selfossi Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi ætlar í vikunni að gefa út handtökuskipun á þrjúhundruð og sjötíu einstaklinga í Árnessýslu, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embættinu á Selfossi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Fólkið verður handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og það fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. 19.1.2009 20:18 Margt bendir til blekkinga Það er margt sem bendir til þess að hér á landi hafi átt sér stað sýndarviðskipti og blekkingarleikur til að halda uppi verði á bréfum fyrirtækja, segir viðskiptaráðherra. Með því hafi markaðsaðilar og stjórnvöld verið blekkt. 19.1.2009 19:05 Danskir foreldrar stela af barnaspítulum Leikföng, hitamælar og tölvuleikir hverfa í stórum stíl af barnadeildum spítalanna. Á sjúkrahúsinu í Næstved ver barnadeildin 8 þúsund dönskum krónum, eða röskum 160 þúsund krónum, árlega til þess að kaupa nýja tölvuleiki. Ástæðan er sú að þeir gömlu hverfa jafnóðum, er haft eftir Anette Østerkjerhuus í 24 tímum 19.1.2009 00:01 Flytja út lifandi kúfskel frá Langanesi Sælkerum í Frakklandi og á Spáni býðst brátt að sporðrenna lifandi kúfskel úr Þistilfirði. Ísfélag Vestmannaeyja og Matís þróa nú aðferðir við að koma skelfisknum lifandi frá Langanesi og alla leið á borð evrópskra veitingahúsa. 19.1.2009 19:52 Fésbókin getur verið varasöm fyrir börn Samskiptasíðan Facebook getur verið vettvangur fyrir nettælingar og er auðveldur aðgangur kynferðisafbrotamanna að börnum er áhyggjuefni. Lokað hefur verið fyrir aðgang dæmdra kynferðisafbrotamanna að síðunni. 19.1.2009 19:09 Bruggari ósáttur við lögreglu Bruggari sem handtekinn var í gær er afar ósáttur við að lögregla hafi brotist inn til hans og gert tæki hans og tól til til bruggunar upptæk. Hann vill frekar brugga sitt eigið vín en að eyða stórfé í áfengis og tóbakverslun ríkisins. 19.1.2009 18:44 Aldraður þjóðverji í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. 19.1.2009 16:50 BBC misskildi Ólaf Ragnar Misskilningur varð til þess að fullyrt var í frétt á vef breska ríkisútvarpsins að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, íhugaði málsókn á hendur Bretum vegna þess að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkunum. 19.1.2009 16:29 Gasdeilunni lokið Rússar og Úkrínumenn hafa gert með sér samkomulag til næstu 10 ára og því er gasdeilunni sem hófst 1. janúar lokið. Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, og Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, skrifuðu undir samkomulagið í dag. 19.1.2009 16:23 Mótmælt þegar þing kemur saman á morgun Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu við Austurvöll á morgun þegar Alþingi kemur að nýju saman eftir jólaleyfi. Hörður Torfason, einn af forsvarsmönnum samtakanna, segir að fjölmargir hafi þrýst á að boðað yrði til aðgerða á morgun. 19.1.2009 15:07 Stjörnur hylltu Obama Stjörnurnar hylltu Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, á tónleikum í Washington í gærkvöldi. Obama tekur fyrstur blökkumanna við embættinu á morgun. Búist er við að tvær milljónir manna mæti og fylgist með. 19.1.2009 20:25 Háskólasjóður rýrnaði um þriðjung Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands rýrnaði um þriðjung í bankahruninu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1964 og er honum ætlað stuðla að velgengni Háskóla íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms. Í honum voru rétt rúmir þrír milljarðar í september síðastliðnum en nú eru í honum rúmir tveir milljarðar. 19.1.2009 18:32 Sigmundur sparar Alþingi rúmlega 600 þúsund á mánuði Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sigraði Höskuld Þórhallsson í baráttunni um formannsstól Framsóknarflokksins sparaði það Alþingi 624 þúsund krónur á mánuði. Fráfarandi formaður, Valgerður Sverrisdóttir, er þingmaður og reglur segja til um að formenn stjórnmálaflokka á Alþingi fái 50 prósent álag ofan á þingfararkaup sitt. 19.1.2009 16:21 Jarðvegsþjappa í óskilum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði nýlega hald á verkfæri. Mörgum þeirra hefur þegar verið komið til skila, en eftir stendur þessi jarðvegsþjappa, sem ekki er vitað hver á. 19.1.2009 15:47 Upplýsingum um bólusetningar safnað í gagnagrunn Bólusetningargrunnur sóttvarnalæknis er nú tengdur öllum heilsugæslustöðvum á Íslandi nema heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að hingað til hafi reynst erfitt að fá upplýsingar um fyrri bólusetningar fólks, það er að segja hvar og hvenær þær voru gerðar. 19.1.2009 15:43 Ban Ki-moon heimsækir Gaza Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að heimsækja Gaza svæðið á morgun að því er fram kemur hjá fréttastofu Reuters. Þetta er haft eftir heimildum innan úr ísraelsku ríkisstjórninni og búist er við því að hann heimsæki einni suðurhluta Ísraels í sömu ferð. 19.1.2009 15:09 Með amfetamín í Herjólfi Átján ára piltur var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir vörslu amfetamíns sem hann var tekinn með um borð í Herjólfi við komuna til Vestmannaeyja í nóvember á síðasta ári. Pilturinn sem varði sig sjálfur játaði brot sitt fyrir dómi. Honum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 75 þúsund krónur. 19.1.2009 14:32 Metaðsókn hjá Keili Hátt á fjórða hundrað umsóknir hafa borist um nám á vormisseri hjá Keili sem eru þrefalt fleiri en í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út á morgun, 20. janúar. Við skólann er boðið upp á nám á framhalds- og háskólastigi, bæði í staðnámi og fjarnámi. 19.1.2009 14:21 Sigurður Kári leiðir Röskvu Sigurður Kári Árnason, 22 ára laganemi, leiðir framboðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, til stúdentaráðs í ár. Kosningar til stúdentaráðs og Háskólaþings fara fram 4. og 5. febrúar næstkomandi. Röskva hefur leitt stúdentaráð undanfarin tvö ár. 19.1.2009 14:16 Símasvindl: Varað við óþekktum erlendum símanúmerum Símasvindlarar hafa herjað á íslendinga upp á síðkastið. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bárust 1400 svokölluð uppköll frá 15.janúar en svipað svindl kom upp fyrir nokkrum mánuðum. Upplýsingafulltrúar Símans og Vodafone hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart hringingum úr óþekktum númerum. 19.1.2009 13:56 Abbas hvetur Palestínumenn til að sýna samstöðu Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha-hreyfingarinnar á Vesturbakkanum, hvetur öll samtök Palstínumanna til að senda fulltrúa til viðræðna í Egyptalandi hið fyrsta. Á þeim fundi verði tekið á deilumálum hreyfinganna og reynt að koma á sáttum fyrir fullt og fast. Abbas segir að fundað verði eins lengi og þurfa þyki. 19.1.2009 13:52 Ný forysta framsóknar gæti trekkt að Líklegt er að ný forysta Framsóknarflokksins geti orðið til þess að kjósendur gefi flokknum frekar tækifæri. Þetta segir Einar Mar Þórðararson stjórnmálafræðingur og að forystuskiptin í Framsóknarflokknum geti aukið þrýsting á hina flokkana að skipta um forystu. 19.1.2009 13:19 Skila ársreikningum fyrir 2007 síðar í mánuðinum Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst ganga frá sínum reikningum síðar í mánuðinum og senda til ríkisendurskoðanda. 19.1.2009 13:11 Mótmæla tvöföldu siðgæði í boðari lokun St. Jósefsspítala Sjúkraliðar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði skora á Guðlaug Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina að falla frá fyrirhugaðri lokun spítalans. Sjúkraliðarnir, hittust á fjölsóttum fundi nýverið, mótmæla jafnframt því tvöfalda siðgæði sem felist í boðari lokun sökum þess hve húsnæði og búnaður þess sé lélegur en þrátt fyrir það sé húsnæðið talið fullgott til að hýsa heilsulaus gamalmenni. 19.1.2009 12:21 Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19.1.2009 10:49 Hald lagt á 300 lítrar af gambra Í gær fóru lögreglumenn í húsleit í uppsveitum Árnessýslu vegna gruns um að þar færi fram landaframleiðsla. Leitin bar þann árangur að í húsinu fundust suðutæki, 300 lítrar af gambra og 20 lítrar af fullunnum landa sem hald var lagt á. Karlmaður hefur gengist við framleiðslunni. 19.1.2009 10:40 Hlutfallslega hafa aldrei verið færri í Þjóðkirkjunni Í fyrsta sinn í sögunni eru sóknarbörn Þjóðkirkjunnar færri en áttatíu prósent allra landsmanna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum miðað við 1. desember 2008 og þar kemur fram að sóknarbörn í Þjóðkirkjunni eru 195.576 talsins. 19.1.2009 10:07 Ísraelar afboða Íslandsheimsókn Ekkert verður af boðaðri komu ísraelska menntamálaráðherrans hingað til lands. Össur Skarphéðinsson hafði sem starfandi utanríkisráðherra frábeðið sér heimsókn ráðherrana og nú hafa ísraelsk stjórnvöld ritað utanríkisráðherra og tjáð honum að ekkert verði af heimsókninni. 19.1.2009 09:36 Forseti Íslands íhugar málsókn gegn Bretum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir í samtali við BBC að hann sé enn að íhuga málsókn gegn Bretum vegna setningar hryðjuverkalaga þeirra gegn íslensku bönkunum. 19.1.2009 09:02 Höfnin í Vestmannaeyjum er morandi í síld Höfnin í Vestmannaeyjum er nú morandi í síld og segir sjónarvottur að um mun meira síldarskot sé að ræða en um áramótin er höfnin fylltist einnig af síld. 19.1.2009 08:36 Bretum verr við samkynhneigða en fólk af öðrum kynþáttum Hópur sálfræðinga frá Shire Professional-ráðgjafarstofunni, undir stjórn dr. Pete Jones, hefur reiknað það út að meira en þriðjungi Breta sé illa við samkynhneigða en það er stærri hópur en sá sem leggur fæð á fólk af ólíkum kynþáttum en þar er um að ræða einn fjórða. 19.1.2009 08:13 Trjábolum stolið eftir skipsstrand í Noregi Nokkru magni af trjábolum, sem fóru í sjóinn þegar norska flutningaskipið Mirabelle strandaði við Bømlo syðst í Noregi á föstudag, hefur verið stolið. 19.1.2009 08:08 Vopnahlé á Gaza heldur Vopnahléið á Gaza, sem Ísraelsmenn lýstu yfir á laugardagskvöld, heldur enn sem komið er. Palestínumenn fóru um svæðið í gær og notuðu berar hendur og jarðýtur til að grafa lík upp úr rústum víða um borgina. 19.1.2009 07:57 Sjá næstu 50 fréttir
Verð á veiðileyfum lækkar Verð á veiðileyfum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal verður lækkað í sumar frá því sem áður var auglýst. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti félagsfundur í Veiðifélagi Laxár og Krákár ósk stangaveiðifélagsins um lækkun verðtryggingar á leigusamningi sem upphaflega hljóðaði upp á 253 milljónir króna fyrir fimm ár. „Um hversu mikillar lækkunar er að vænta vildi framkvæmdastjóri SVFR ekki gefa út á þessari stundu þar sem verið er að fara yfir þessi mál í kjölfar ákvörðunar Veiðifélags Laxár og Krákár,“ segir á svfr.is.- gar 20.1.2009 04:45
Síld fyllir höfn Vestmannaeyja Höfnin í Vestmannaeyjum fylltist af síld í gærmorgun í annað skiptið á tæpum mánuði. 20.1.2009 04:30
Land Cruiser vinsælastur Toyota er með fjóra bíla á topp fimm-listanum yfir nýskráðar bifreiðar á síðasta ári og fimm á topp tíu, að því er fram kemur í tölum frá Umferðarstofu. Mest seldi bíllinn var Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru skráðir 2008. Í öðru sæti er Yaris með 478 nýskráningar. Þetta er nítjánda árið í röð sem Toyota er mest selda tegund hér á landi. 20.1.2009 04:00
Þingfundir að loknu jólaleyfi Alþingi kemur saman að nýju í dag eftir jólaleyfi þingmanna sem hófst þegar þingi var frestað, 22. desember síðastliðinn. 20.1.2009 03:45
Málþing um íslenskt mál Íslenskt mál og íslensk málstefna er yfirskrift málþings sem Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu boðar til í dag. Málþingið er það fyrsta af þremur á vormisseri og er ætlunin að ígrunda mikilvæg atriði sem tengjast móðurmáli og kennslustefnu. Málþingið fer fram milli klukkan 15 og 16.30 í Skriðu, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. 20.1.2009 03:30
Samningurinn um gasdeilu undirritaður Forsætisráðherrar Rússlands og Úkraínu, þau Vladimír Pútín og Júlía Tímosjenko, fylgdust í gær með undirritun samnings um lausn á gasdeilunni, sem hefur orðið til þess að íbúar víða í Evrópu hafa ekki fengið gas til húshitunar. 20.1.2009 03:30
Hetjudáð eða hermdarverk? Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands hefur aftur göngu sína í dag eftir hlé yfir hátíðarnar. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar eftir áramót er „Hvað er andóf?" Munu fræðimenn á sviði sagnfræði, lögfræði og heimspeki velta þessari spurningu fyrir sér fram á vor. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, ríður á vaðið í dag með fyrirlestri sem nefnist „Hetjudáð eða hermdarverk?" Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.- bs 20.1.2009 03:15
Fækkar enn í Þjóðkirkjunni Enn fækkar hlutfallslega safnaðarmeðlimum í Þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra var 79,1 prósent þjóðarinnar skráð í hana, en voru 89,4 prósent fyrir áratug. 20.1.2009 03:00
Enn ríkir óvissa um tónlistarhúsið Enn er óljóst hver afdrif tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn verða. Framkvæmdir við húsið voru stöðvaðar um áramótin. Í á þriðja mánuð hafa samningaviðræður átt sér stað milli Gamla og Nýja Landsbankans, Austurhafnar, félags ríkis og borgar, ÍAV, stærsta verktakans, og annarra sem að verkinu koma. 20.1.2009 03:00
Engin evra næstu 6-15 ár Að ganga í Evrópusambandið tefur frekar en flýtir fyrir upptöku evru, segir Pétur Blöndal alþingismaður. Hann segir bankahrunið, jöklabréfin, lánið frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum og risareikning vegna Icesave binda á landið skuldaklafa sem geri það að verkum að landið geti ómögulega uppfyllt skilyrði Maastricht sáttmálans fyrir upptöku Evru næstu árin. 19.1.2009 23:06
Svellkaldur Obama Fjölmiðlar vestanhafs hafa tekið eftir því hversu yfirvegaður Barack Obama hefur verið í dag þrátt fyrir að einungis fáeinar klukkustundir séu þangað til að hann tekur við einu ábyrgðarmesta starfi heims. 19.1.2009 23:25
Sigmundur vill tvö ný álver Ljúka ætti byggingu álvera á Bakka og í Helguvík. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Sigmundur sagði þjóðina ekki hafa efni á öðru í núverandi árferði. Hún þyrfti nauðsynlega á allri atvinnuuppbyggingu að halda. 19.1.2009 20:57
Tæplega fjögur hundruð handtökuskipanir á Selfossi Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi ætlar í vikunni að gefa út handtökuskipun á þrjúhundruð og sjötíu einstaklinga í Árnessýslu, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embættinu á Selfossi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Fólkið verður handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og það fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. 19.1.2009 20:18
Margt bendir til blekkinga Það er margt sem bendir til þess að hér á landi hafi átt sér stað sýndarviðskipti og blekkingarleikur til að halda uppi verði á bréfum fyrirtækja, segir viðskiptaráðherra. Með því hafi markaðsaðilar og stjórnvöld verið blekkt. 19.1.2009 19:05
Danskir foreldrar stela af barnaspítulum Leikföng, hitamælar og tölvuleikir hverfa í stórum stíl af barnadeildum spítalanna. Á sjúkrahúsinu í Næstved ver barnadeildin 8 þúsund dönskum krónum, eða röskum 160 þúsund krónum, árlega til þess að kaupa nýja tölvuleiki. Ástæðan er sú að þeir gömlu hverfa jafnóðum, er haft eftir Anette Østerkjerhuus í 24 tímum 19.1.2009 00:01
Flytja út lifandi kúfskel frá Langanesi Sælkerum í Frakklandi og á Spáni býðst brátt að sporðrenna lifandi kúfskel úr Þistilfirði. Ísfélag Vestmannaeyja og Matís þróa nú aðferðir við að koma skelfisknum lifandi frá Langanesi og alla leið á borð evrópskra veitingahúsa. 19.1.2009 19:52
Fésbókin getur verið varasöm fyrir börn Samskiptasíðan Facebook getur verið vettvangur fyrir nettælingar og er auðveldur aðgangur kynferðisafbrotamanna að börnum er áhyggjuefni. Lokað hefur verið fyrir aðgang dæmdra kynferðisafbrotamanna að síðunni. 19.1.2009 19:09
Bruggari ósáttur við lögreglu Bruggari sem handtekinn var í gær er afar ósáttur við að lögregla hafi brotist inn til hans og gert tæki hans og tól til til bruggunar upptæk. Hann vill frekar brugga sitt eigið vín en að eyða stórfé í áfengis og tóbakverslun ríkisins. 19.1.2009 18:44
Aldraður þjóðverji í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. 19.1.2009 16:50
BBC misskildi Ólaf Ragnar Misskilningur varð til þess að fullyrt var í frétt á vef breska ríkisútvarpsins að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, íhugaði málsókn á hendur Bretum vegna þess að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkunum. 19.1.2009 16:29
Gasdeilunni lokið Rússar og Úkrínumenn hafa gert með sér samkomulag til næstu 10 ára og því er gasdeilunni sem hófst 1. janúar lokið. Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, og Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, skrifuðu undir samkomulagið í dag. 19.1.2009 16:23
Mótmælt þegar þing kemur saman á morgun Raddir fólksins boða til friðsamlegrar mótmælastöðu við Austurvöll á morgun þegar Alþingi kemur að nýju saman eftir jólaleyfi. Hörður Torfason, einn af forsvarsmönnum samtakanna, segir að fjölmargir hafi þrýst á að boðað yrði til aðgerða á morgun. 19.1.2009 15:07
Stjörnur hylltu Obama Stjörnurnar hylltu Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, á tónleikum í Washington í gærkvöldi. Obama tekur fyrstur blökkumanna við embættinu á morgun. Búist er við að tvær milljónir manna mæti og fylgist með. 19.1.2009 20:25
Háskólasjóður rýrnaði um þriðjung Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands rýrnaði um þriðjung í bankahruninu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1964 og er honum ætlað stuðla að velgengni Háskóla íslands og styrkja efnilega stúdenta til náms. Í honum voru rétt rúmir þrír milljarðar í september síðastliðnum en nú eru í honum rúmir tveir milljarðar. 19.1.2009 18:32
Sigmundur sparar Alþingi rúmlega 600 þúsund á mánuði Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sigraði Höskuld Þórhallsson í baráttunni um formannsstól Framsóknarflokksins sparaði það Alþingi 624 þúsund krónur á mánuði. Fráfarandi formaður, Valgerður Sverrisdóttir, er þingmaður og reglur segja til um að formenn stjórnmálaflokka á Alþingi fái 50 prósent álag ofan á þingfararkaup sitt. 19.1.2009 16:21
Jarðvegsþjappa í óskilum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði nýlega hald á verkfæri. Mörgum þeirra hefur þegar verið komið til skila, en eftir stendur þessi jarðvegsþjappa, sem ekki er vitað hver á. 19.1.2009 15:47
Upplýsingum um bólusetningar safnað í gagnagrunn Bólusetningargrunnur sóttvarnalæknis er nú tengdur öllum heilsugæslustöðvum á Íslandi nema heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að hingað til hafi reynst erfitt að fá upplýsingar um fyrri bólusetningar fólks, það er að segja hvar og hvenær þær voru gerðar. 19.1.2009 15:43
Ban Ki-moon heimsækir Gaza Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að heimsækja Gaza svæðið á morgun að því er fram kemur hjá fréttastofu Reuters. Þetta er haft eftir heimildum innan úr ísraelsku ríkisstjórninni og búist er við því að hann heimsæki einni suðurhluta Ísraels í sömu ferð. 19.1.2009 15:09
Með amfetamín í Herjólfi Átján ára piltur var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir vörslu amfetamíns sem hann var tekinn með um borð í Herjólfi við komuna til Vestmannaeyja í nóvember á síðasta ári. Pilturinn sem varði sig sjálfur játaði brot sitt fyrir dómi. Honum var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 75 þúsund krónur. 19.1.2009 14:32
Metaðsókn hjá Keili Hátt á fjórða hundrað umsóknir hafa borist um nám á vormisseri hjá Keili sem eru þrefalt fleiri en í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út á morgun, 20. janúar. Við skólann er boðið upp á nám á framhalds- og háskólastigi, bæði í staðnámi og fjarnámi. 19.1.2009 14:21
Sigurður Kári leiðir Röskvu Sigurður Kári Árnason, 22 ára laganemi, leiðir framboðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, til stúdentaráðs í ár. Kosningar til stúdentaráðs og Háskólaþings fara fram 4. og 5. febrúar næstkomandi. Röskva hefur leitt stúdentaráð undanfarin tvö ár. 19.1.2009 14:16
Símasvindl: Varað við óþekktum erlendum símanúmerum Símasvindlarar hafa herjað á íslendinga upp á síðkastið. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bárust 1400 svokölluð uppköll frá 15.janúar en svipað svindl kom upp fyrir nokkrum mánuðum. Upplýsingafulltrúar Símans og Vodafone hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart hringingum úr óþekktum númerum. 19.1.2009 13:56
Abbas hvetur Palestínumenn til að sýna samstöðu Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha-hreyfingarinnar á Vesturbakkanum, hvetur öll samtök Palstínumanna til að senda fulltrúa til viðræðna í Egyptalandi hið fyrsta. Á þeim fundi verði tekið á deilumálum hreyfinganna og reynt að koma á sáttum fyrir fullt og fast. Abbas segir að fundað verði eins lengi og þurfa þyki. 19.1.2009 13:52
Ný forysta framsóknar gæti trekkt að Líklegt er að ný forysta Framsóknarflokksins geti orðið til þess að kjósendur gefi flokknum frekar tækifæri. Þetta segir Einar Mar Þórðararson stjórnmálafræðingur og að forystuskiptin í Framsóknarflokknum geti aukið þrýsting á hina flokkana að skipta um forystu. 19.1.2009 13:19
Skila ársreikningum fyrir 2007 síðar í mánuðinum Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst ganga frá sínum reikningum síðar í mánuðinum og senda til ríkisendurskoðanda. 19.1.2009 13:11
Mótmæla tvöföldu siðgæði í boðari lokun St. Jósefsspítala Sjúkraliðar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði skora á Guðlaug Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og ríkisstjórnina að falla frá fyrirhugaðri lokun spítalans. Sjúkraliðarnir, hittust á fjölsóttum fundi nýverið, mótmæla jafnframt því tvöfalda siðgæði sem felist í boðari lokun sökum þess hve húsnæði og búnaður þess sé lélegur en þrátt fyrir það sé húsnæðið talið fullgott til að hýsa heilsulaus gamalmenni. 19.1.2009 12:21
Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19.1.2009 10:49
Hald lagt á 300 lítrar af gambra Í gær fóru lögreglumenn í húsleit í uppsveitum Árnessýslu vegna gruns um að þar færi fram landaframleiðsla. Leitin bar þann árangur að í húsinu fundust suðutæki, 300 lítrar af gambra og 20 lítrar af fullunnum landa sem hald var lagt á. Karlmaður hefur gengist við framleiðslunni. 19.1.2009 10:40
Hlutfallslega hafa aldrei verið færri í Þjóðkirkjunni Í fyrsta sinn í sögunni eru sóknarbörn Þjóðkirkjunnar færri en áttatíu prósent allra landsmanna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum miðað við 1. desember 2008 og þar kemur fram að sóknarbörn í Þjóðkirkjunni eru 195.576 talsins. 19.1.2009 10:07
Ísraelar afboða Íslandsheimsókn Ekkert verður af boðaðri komu ísraelska menntamálaráðherrans hingað til lands. Össur Skarphéðinsson hafði sem starfandi utanríkisráðherra frábeðið sér heimsókn ráðherrana og nú hafa ísraelsk stjórnvöld ritað utanríkisráðherra og tjáð honum að ekkert verði af heimsókninni. 19.1.2009 09:36
Forseti Íslands íhugar málsókn gegn Bretum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir í samtali við BBC að hann sé enn að íhuga málsókn gegn Bretum vegna setningar hryðjuverkalaga þeirra gegn íslensku bönkunum. 19.1.2009 09:02
Höfnin í Vestmannaeyjum er morandi í síld Höfnin í Vestmannaeyjum er nú morandi í síld og segir sjónarvottur að um mun meira síldarskot sé að ræða en um áramótin er höfnin fylltist einnig af síld. 19.1.2009 08:36
Bretum verr við samkynhneigða en fólk af öðrum kynþáttum Hópur sálfræðinga frá Shire Professional-ráðgjafarstofunni, undir stjórn dr. Pete Jones, hefur reiknað það út að meira en þriðjungi Breta sé illa við samkynhneigða en það er stærri hópur en sá sem leggur fæð á fólk af ólíkum kynþáttum en þar er um að ræða einn fjórða. 19.1.2009 08:13
Trjábolum stolið eftir skipsstrand í Noregi Nokkru magni af trjábolum, sem fóru í sjóinn þegar norska flutningaskipið Mirabelle strandaði við Bømlo syðst í Noregi á föstudag, hefur verið stolið. 19.1.2009 08:08
Vopnahlé á Gaza heldur Vopnahléið á Gaza, sem Ísraelsmenn lýstu yfir á laugardagskvöld, heldur enn sem komið er. Palestínumenn fóru um svæðið í gær og notuðu berar hendur og jarðýtur til að grafa lík upp úr rústum víða um borgina. 19.1.2009 07:57