Innlent

BBC misskildi Ólaf Ragnar

Misskilningur varð til þess að fullyrt var í frétt á vef breska ríkisútvarpsins að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, íhugaði málsókn á hendur Bretum vegna þess að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkunum.

Örnólfur Thorsson forsetaritari segir forsetann hafa sagt að hugleiðingar væru enn um málsókn á hendur Bretum af hálfu íslenskra aðila en ekki að forsetinn hugleiddi persónulega að höfða mál á hendur þeim.

Frétt BBC má sjá hér.












Tengdar fréttir

Forseti Íslands íhugar málsókn gegn Bretum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir í samtali við BBC að hann sé enn að íhuga málsókn gegn Bretum vegna setningar hryðjuverkalaga þeirra gegn íslensku bönkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×