Erlent

Gasdeilunni lokið

Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu og Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, í dag.
Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu og Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, í dag. MYND/AP

Rússar og Úkrínumenn hafa gert með sér samkomulag til næstu 10 ára og því er gasdeilunni sem hófst 1. janúar lokið. Júlía Tymosjenko, forsætisráðherra Úkraínu, og Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, skrifuðu undir samkomulagið í dag.

Júlía fullyrðir að gasi verði á nýjan leik dreift um Úkraínu frá Rússlandi til fjölmargra Evrópuríkja. 

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði fyrir gasleiðslur sem liggja um Úkraínu en það var gert vegna deilna um ógreidda reikninga og verð á gasi fyrir árið 2009. Pútin segir að fyrirtækinu hafi nú verið skipað að hefja gasflutning til Evrópu í gegnum gasleiðslurnar í Úkraínu.

Hart hefur verið deilt og hafa Evrópusambandið og George Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, skipt sér af henni. Leiðtogar þeirra Evrópuríkja, sem ekki hafa fengið gas frá Rússlandi svo dögum skiptir, hótuðu nýverið bæði Rússum og Úkraínumönnum málsókn ef gasdreifingin kæmist ekki í lag á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×