Innlent

Upplýsingum um bólusetningar safnað í gagnagrunn

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.

Bólusetningargrunnur sóttvarnalæknis er nú tengdur öllum heilsugæslustöðvum á Íslandi nema heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að hingað til hafi reynst erfitt að fá upplýsingar um fyrri bólusetningar fólks, það er að segja hvar og hvenær þær voru gerðar.

Með bólusetningargrunninum verður auðveldara fyrir lækna að sjá hvaða bólusetningar viðkomandi hefur fengið þegar tekin er afstaða til frekari bólusetninga, að sögn Haralds. ,,Oft man fólk ekki hvar þær voru gerðar og því gat verið erfitt að átta sig á því hvað var búið að gera."

,,Annað sem skiptir máli er að almenningur mun eiga auðveldar með að nálgast upplýsingar um sínar bólusetningar en oft þar fólk að sýna fram á hvaða bólusetningar hafi verið gerðar þegar það sækir um nám og störf erlendis," segir Haraldur.

Að auki eru upplýsingar úr gagnagrunninum mikilvægar fyrir heilbrigðisyfirvöld þegar lagt er mat á árangur bólusetninga, einkum í ungbarnabólusetningu, að mati Haralds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×