Innlent

Segja sérfræðiteymið dulbúinn niðurskurð

Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Stofnun svokallaðs sérfræðiteymis í málefnum unglinga, sem Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær, er dulbúinn niðurskurður fullyrða fulltrúar minnihlutans.

Í tilkynningu frá Velferðarráði Reykjavíkurborgar segir að teymið muni veita fleiri unglingum en áður sérhæfða þjónustu og starfsemi unglingasmiðja verði áfram í boði þegar þörf sé á.

Fulltrúar minnihlutans segja þennan búning Velferðarsviðs vera með öllu óskiljanlegan. Í raun hafi ráðið samþykkt 20 milljóna króna sparnað á unglingasmiðjunum Tröð og Stíg.

Það sé á engan hátt trúverðugt að hægt sé að þjónusta fleiri unglinga og betur með niðurskurði upp á 40 prósent. Augljóst sé að tillagan muni ekki standa undir því að þjónusta fleiri unglinga betur. Hún muni leiða tl þess að þeir þrjátíu unglingar, sem á hverjum tíma hafi haft þörf fyrir og fengið þjónustu íunglingasmiðjunum, muni ekki fá þjónustu við hæfi. Til lengra tíma litið telja fulltrúar minnihlutans í ráðinu að breytingin verði bæði borginni og unglingunum dýrkeypt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×