Innlent

Skíðasvæðin á Norðurlandi opin í dag

Frá skíðasvæðinu að Skarði við Siglufjörð.
Frá skíðasvæðinu að Skarði við Siglufjörð.
Skíðasvæði Norðanlands eru opin í dag. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið til klukkan fjögur og einnig skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók. Nú er fimm gráðu frost, vindur mælist fjórir metrar á sekúndu og það er mikill og góður snjór í Tindastólnum.

Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þar er harðpakkaður troðinn snjór, gott veður og færi fyrir alla. Þar verður opið til fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×