Erlent

Óttast að faraldur brjótist út

Lúsin er skaðlaus í villtu umhverfi en annað á við í eldi. 
mynd/Alv Arne Lyse
Lúsin er skaðlaus í villtu umhverfi en annað á við í eldi. mynd/Alv Arne Lyse
Greinst hefur lyfjaþolin laxalús á fjórum laxeldisstöðvum í Noregi. Hagsmunasamtök vara við því að um mjög alvarlegt vandamál geti verið að ræða og skora á norska sjávarútvegsráðherrann að grípa til aðgerða. Telja þau að faraldur geti brotist út en sérfræðingur í fisksjúkdómafræðum telur að það sé ólíklegt.

Samtök laxáreigenda og samtök stanga- og skotveiðifélaga í Noregi hafa sent Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, erindi þar sem athygli hennar er vakin á því að lyfjaþolin laxalús hafi greinst á fjórum laxeldisstöðvum við strendur Noregs. Farið er fram á að ekki verði gefin út ný leyfi til laxeldis og umhverfis­löggjöfin verði hert. Vilja samtökin meina að faraldur geti brotist út sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir villta laxastofna jafnt sem laxeldisiðnaðinn.

Kjell Maroni, vísindaráðgjafi hjá Samtökum fiskeldis í Noregi, segir að baráttan gegn laxalús sé langtíma verkefni og verði háð á mörgum vígstöðvum þar sem kynbætur, bólusetning og lyfjameðhöndlun verða lykilþættirnir.

Vidar Ulriksen, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins, sagði í opnunarræðu fiskeldisráðstefnu á miðvikudag að stjórnvöld munu nota öll tiltæk ráð til að mæta áskoruninni. „Þar má nefna nýjar reglugerðir og fjárveitingar til rannsókna innan fjárlaga fyrir árið 2009.“ - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×