Innlent

Valdabarátta í Valhöll

Mikið valdatafl er komið upp í Valhöll í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í janúar. Þetta staðfesti Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og náinn stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra í viðtali við Björn Inga í Markaðnum í morgun.

Hann sagði alveg ljóst að Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson væru farnir að horfa til þess að núverandi forysta yrði ekki eilíf.

Athygli vakti á dögunum þegar Bjarni Benediktsson sagði sig frá stjórnarformennsku í félögunum N1 og BNT til að geta helgað stjórnmálunum krafta sína. Hann hefur í kjölfarið verið orðaður við framboð til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í janúar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×