Erlent

Rússnesk dís sigurvegari

Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var kjörin Ungfrú heimur í Jóhannesarborg í gær.
Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var kjörin Ungfrú heimur í Jóhannesarborg í gær. MYND/nordicphotos/afp
Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var krýnd Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í Jóhannesarborg í gær. Hin ljóshærða Sukhinova, sem stundar verkfræðinám, geislaði af kynþokka þegar hún tók við kórónunni. Hún var einnig kjörin besta fyrirsætan auk þess sem hún varð þriðja í sundfatakeppninni.

Ungfrú Ísland, hin nítján ára Alexandra Helga Ívarsdóttir, komst ekki í hóp þeirra fimm efstu. Í öðru sæti í keppninni varð Ungfrú Indland og í því þriðja varð Ungfrú Trínidad og Tóbagó. 109 keppendur tóku þátt í keppninni sem var sú 58. frá upphafi.- fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×