Innlent

Allt bendir til kosninga áður en kjörtímabilið er á enda

Ef landsfundur Sjálfstæðismanna samþykkir ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu er mjög líklegt að þurfi að ganga til kosninga. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í þættinum vikulokin á Rás 1 í morgun.

Ingibjörg sagði að ef ekki yrði gengið til aðildarviðræðna á nýju ári væri staðan sú að í ríkisstjórn væru tveir flokkar með gjörólíka stefnu í peningamálum og horfa með algerlega ólíkum hætti á þau verkefni sem fyrir höndum eru. Samstarfi flokkanna væri því sjálfhætt.

Þá verður ríkisstjórnin verður að svara kalli almennings um breytingar í Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinum og ríkisstjórn að mati Ingibjargar. Hún vildi þó ekki gefa upp hverjar breytingarnar yrðu, eða hvort mönnum yrði skipt út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×