Erlent

Þrír létust í Afganistan

Þrír kanadiskir hermenn létu lífið í Afganistan í gær þegar sprengja sprakk við brynvarða bifreið þeirra. Í borginni Kandahar létust fjórir afganskir lögreglumenn og tólf særðust í öðru sprengjutilræði. Talibanar hafa sig sífellt meira í frammi í Afganistan og virðist alþjóðlegu friðargæsluliði ganga lítið að hemja þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×