Innlent

Kyrrð og friður á laugardagsmótmælum

Kyrrð og friður vék fyrir ræðuhöldum á mótmælum við Austurvöll í dag. Þá var kveikt í feðraveldinu með táknrænum hætti.

Um eitt þúsund manns tók þátt í 17 mínútna þagnarstund fyrir framan Alþingishúsið, en mínúturnar áttu að tákna hvert ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völd. Með táknrænum hætti var þjóðin svo vakin.

Neyðarstjórn kvenna bauð fólki svo að brenna grútmygluðum afgöngum feðraveldisins á báli. Á bálið fóru jakkaföt, bindi, klám, vændi, bónuspokar og debetkort svo fátt eitt sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×