Erlent

Fimm ár frá handtöku Saddams

Óli Tynes skrifar

Ólíkt sonum sínum þeim Uday og Qusay sem féllu í kúlnahríð í bardaga við bandaríska hermenn var Saddam Hussein dreginn eins og rotta upp úr holu sinni á bóndabæ í grennd við heimabæ sinn Tikrit.

Þá voru liðnir átta mánuðir frá því Bandaríkjamenn þeirra hertóku höfuðborgina Bagdad.

Bandaríkjamenn unnu stríðið auðveldlega en hefur gengið skelfilega með friðinn.

Margir írakar eru fegnir að vera lausir við harðstjórann fyrrverandi. Aðrir sakna hans.

Saddam Hussein var tekinn af lífi þrítugasta desember árið 2006.

Það verður ekki af gamla harðstjóranum skafið að hann tók dauða sínum af karlmennsku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×