Fleiri fréttir Stöðvuðu skip á leið til Noregs sem ekki var með lögskráða áhöfn Áhöfn á einu af varðskipum Landhelgisgæslunnar hafði á föstudag afskipti af skipi undan Sandvík á Reykjanesi eftir að í ljós kom að engin lögskráð áhöfn var um borð. 17.11.2008 13:30 HB Grandi búinn að veiða síldarkvóta sinn við Noreg Ingunn AK er nú á leiðinni til Trænö í Norður-Noregi með um 390 tonna síldarafla. Aflinn fékkst í norskri lögsögu nú um helgina og þar með hafa skip HB Granda náð að veiða síldarkvóta félagsins í lögsögunni á þessu ári. 17.11.2008 13:17 Vill upplýsingar um alþjóðasamninga og fundi vegna Icesave Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, vill fund í nefndinni þar sem lögð verði fram og gerð opinber skjöl og gögn vegna samninga og funda í bankakreppunni. 17.11.2008 13:01 Hefur áhyggjur af ráðstöfun á IMF-láni Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefðbundna. Hann segir það skipta máli að sérstaklega sé tekið fram að íslensk stjórnvöld gefi sjóðnum leyfi til þess að birta þessar upplýsingar. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að þær 800 milljónir dollara sem eru á leið hingað til lands frá sjóðnum fari í hendurnar á sömu mönnum og ríktu hér í hruninu. 17.11.2008 12:40 Þriðji opni borgarafundurinn í kvöld á NASA Aðstandendur tveggja borgarafunda sem haldnir hafa verið í Iðnó síðustu vikur vegna efnahagsástandsins hafa nú blásið til þriðja fundarins sem verður í kvöld og að þessu sinni á skemmistaðnum NASA við Austurvöll. 17.11.2008 12:32 Fundu tvo hnúfubaka á Faxaflóa Það var tilkomumikil sjón sem blasti við erlendum ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn á föstudag, en tveir hnúfubakar urðu á vegi þeirra. 17.11.2008 12:22 Ætla ekki að bera jólin uppi með kreditkortunum Jólaverslunin í Bandaríkjunum verður í ríkari mæli borin uppi af reiðufé fremur en kreditkortum í ár. 17.11.2008 12:13 Rússar segja fjögurra milljarða evra lán of hátt Rússar hugleiða að veita Íslandi lán, en það verða ekki þeir fjórir milljarðar evra sem áður hafa verið ræddir. Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að það væri of há fjárhæð. 17.11.2008 12:05 Verið að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld séu að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða króna án þess að ráðfæra sig við Alþingi. Öllum upplýsingum um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið vegna Icesave hafi verið haldið frá utanríkismálanefnd. 17.11.2008 12:02 Lagt til að ráðuneyti dragi saman útgjöld um tíu prósent Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti dragi saman útgjöld sín um 10 prósent miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp næsta árs. 17.11.2008 11:54 Páll íhugar formannsframboð í Framsókn Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma. 17.11.2008 11:35 Margir missa vinnuna um næstu mánaðamót Margir þeirra iðnaðarmanna sem hafa fengið uppsagnarbréf munu missa vinnuna um næstu mánaðamót, segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. 17.11.2008 11:25 Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt grunnskólanemum Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent, annað árið í röð, á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember. Rúmlega eitt hundrað nemendur í grunnskólum Reykjavíkur fengu verðlaun að þessu sinni, rúmlega 50 einstaklingar og 8 hópar. 17.11.2008 11:12 Aðeins 90 ökutæki nýskráð á síðustu tveimur vikum Aðeins 90 ökutæki voru nýskráð hér á landi á fyrstu tveimur vikum nóvembermánaðar. Samkvæmt tölum Umferðarstofu eru það tólf sinnum færri ökutæki en á sama tíma í fyrra en þá reyndust þau um ellefu hundruð. 17.11.2008 11:10 Bjóða Íslendingum störf í Noregi Norska ráðningafyritækið Jobbia hefur sett sig í samband við Samiðn með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi. 17.11.2008 10:47 Réttarhöld vegna morðsins á Politkovskaju að hefjast Réttarhöld vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju hefjast í Moskvu í dag þrátt fyrir að morðinginn sjálfur sé enn á flótta. Politkovskaja, sem var harður gagnrýndandi stjórnvalda í Rússlandi og fjallaði um grimmdarverk í stríðinu Tsjetsjeníu, var myrt við heimili sitt í Moskvu fyrir um tveimur árum og eru fjórir menn í haldi vegna morðsins. 17.11.2008 09:59 Segir stefnt á umsókn til ESB snemma á næsta ári Drög að áætlun fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu hefur verið mótuð í utanríkisráðuneytinu. 17.11.2008 09:56 Einn af æðstu yfirmönnum ETA handtekinn Einn af æðstu mönnum aðskilnaðarsamtakanna ETA á Spáni var handtekinn í nótt í suðurhluta Frakklands. Frá þessu greindi franska innanríkisráðuneytið í morgun. 17.11.2008 09:40 Aflaverðmæti eykst um átta prósent á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem er um 4,5 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra. 17.11.2008 09:06 Þjóðin ber mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Nánast allir þeir sem spurðir voru í könnun Capacent, eða rúm 96 prósent, segjast bera mikið eða frekar mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 17.11.2008 08:55 Steranotkun eykst í Danmörku Notkun anabólískra stera til aukningar vöðvamassa hefur aukist í Danmörku ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi. 17.11.2008 08:50 Skotið á menn nærri Nørrebro-stöðinni Skotið var á tvo menn sem sátu í bíl nærri brautarstöðinni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 17.11.2008 08:44 Lýtaaðgerðaíkill veit ekki hversu oft hann hefur farið undir hnífinn Lýtaaðgerðir geta orðið fíkn og þannig hefur kínverskur lýtaaðgerðafíkill ekki hugmynd um hversu oft hann hefur farið undir hnífinn. 17.11.2008 08:39 Segir innflytjendur og Netið mestu ógnir Bretlands Fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands segir innflytjendur og Netið helstu ógnirnar sem að landinu steðji. 17.11.2008 08:36 Endeavor komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Bandaríska geimskutlan Endeavor kom til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær með sjö geimfara og rúmlega sex tonn af búnaði. 17.11.2008 07:55 Innbrot í Vesturbænum Brotist var inn í íbúð í vesturborginni í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu og stafrænni tökuvél. 17.11.2008 07:29 Skora á Samfylkingu að beita sér fyrir kosningum Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á nýju ári. 17.11.2008 07:26 Verulega dregið úr kolmunnaveiðum á næsta ári Verulega verður dregið úr kolmunnaveiðum á næsta ári samkvæmt niðurstöðu ársfundar Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. 17.11.2008 07:21 Makríll í nótina hjá Hoffelli Makríll kom í nótina hjá síldveiðiskipinu Hoffelli þegar skipið var að síldveiðum á Breiðafirði nýverið, en ekki er vitað til að makríll hafi sést á þessum slóðum áður. 17.11.2008 07:17 Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður Fyrrverandi yfirstjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönkunum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eiga ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin, segir meðal annars í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 17.11.2008 07:12 Ók á ljósastaur og stakk af Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur við Grensásveg í nótt og braut hann niður. Þrátt fyrir að bíllinn hafi stórskemmst reyndi maðurinn að stinga af, en náðist skömmu síðar á Nýbýlavegi í Kópavogi og var tekinn úr umferð. 17.11.2008 07:10 Bæjarstjórum berst fjöldi fyrirspurna "Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborgarbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafirði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við. 17.11.2008 04:00 Bjarni: Framsókn gæti allt eins sameinast Samfylkingunni Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér á dögunum, segir að fari svo að Framsóknarflokkurinn ákveði að vinna að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu geti hann allt eins sameinast Samfylkingunni. Þetta kom fram í þættinum Mannamáli með Sigmundi Erni Rúnarssyni á Stöð 2 nú í kvöld. 16.11.2008 20:21 Ingibjörg: „Ásættanleg niðurstaða“ Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynntu nú fyrir stundu að samkomulag hafi náðst við Evrópusambandið varðandi Icesave reikninga Landsbankans. Í samkomulaginu fellst að Íslendingar viðurkenna að þeim beri að tryggja innistæður að hámarki 20.877 evrum á hverjum reikningi í samræmi við lög um tryggingasjóð innistæðueigenda. Í framhaldi af þessu munu Íslendingar hefja viðræður við Breta og Hollendinga um hvernig staðið verði að því að greiða út peningana. 16.11.2008 17:49 Ys og þys á Alþingi Þegar samfélagið logar í illdeildum bæði innanlands og utan vegna hruns bankanna og efnahagsþrenginga er ekki úr vegi að skoða hvað þingmenn eru að dunda sér við á Alþingi. 16.11.2008 19:38 Norðurál vill byggja stærra í Helguvík Norðurál hefur kynnt stjórnvöldum ósk um að álverið í Helguvík verði fjörutíu prósentum stærra en áður var áformað. Líklegt þykir að málið geti leitt til harðra átaka innan Samfylkingarinnar. 16.11.2008 19:27 Veskjaþjófar sendir úr landi Tvær erlendar konur voru handteknar í Kringlunni á föstudaginn fyrir að hafa stolið þónokkrum peningaveskjum. Konurnar eru grunaðar um að hafa stundað vasaþjófnað víða í höfuðborginni undanfarna daga en talið er að þær hafi komið gagngert til landsins til þess. Þær voru látnar lausar úr haldi lögreglu í gær og sendar úr landi í dag. 16.11.2008 19:23 Engin stefnubreyting hjá VG Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna boðar ekki stefnubreytingu í Evrópumálum þótt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi á síðustu dögum ákveðið að flýta landsfundum sínum vegna málsins. 16.11.2008 19:21 Valgerður útilokar ekki framboð Formannsslagur virðist vera í uppsiglingu hjá Framsóknarflokknum eftir miðstjórnarfund flokksins í gær. Valgerður Sverrisdóttir útilokar ekki framboð. 16.11.2008 19:17 Jarðskjálfti skekur Sulawesi eyju í Indónesíu Yfirvöld á Indónesíu hafa afturkalla flóðbylgjuviðvörun vegna tveggja öflugra jarðskjálfta á norðurhluta Súlavesíu eyju síðdegis. Fyrri skjálftinn mældist 7,7 á Richter, sá síðari sex á Richter. Þegar hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftanna. Viðvörunarkerfið í Indónesíu hefur verið eflt eftir flóðbylgjuna miklu á öðrum degi jóla 2004 sem varð fjölmörgum að bana. 16.11.2008 18:11 Icesave deilan leyst Samkomulag er í höfn í Icesave deilunni svokölluðu. Tilkynnt verður nánar um málið á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum sem hefst innan tíðar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að búið sé að hnýta þá hnúta sem þurfti að hnýta. 16.11.2008 17:25 Samfylkingin í Reykjavík skorar á þingflokkinn að beita sér fyrir kosningum Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun á stjórnarfundi félagsins þar sem skorað er á þingmenn flokksins að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á næsta ári. 16.11.2008 16:50 Herdís Egilsdóttir fær Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2008 voru afhent í hátíðardagskrá í hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Auk þess voru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti Herdísi Egilsdóttur kennara Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2008. 16.11.2008 16:35 Ungir jafnaðarmenn á Akureyri vilja flutningsjöfnun Salka, félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri vill fá flutningsjöfnun setta á strax. Í ályktun frá félaginu segir að það sé mikið hagsmunamál fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri að flutningsjöfnun verði sett á. 16.11.2008 15:47 Ísland mótmælir samþykkt um stjórn makrílveiða Föstudaginn 14. nóvember lauk í London 27. ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Á fundinum var m.a. fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, og makríl fyrir árið 2009 auk verndunar viðkvæmra hafsvæða. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ekki hafi tekist samningar um veiðar á úthafskarfa og að samþykkt hafi verið tillaga um stjórn makrílveiða, sem Íslendingar mótmæltu. Þá var heildaraflamark ákveðið í norsk-íslenska síldarstofninum og komu 238 þúsund tonn í hlut Íslendinga fyrir árið 2009. 16.11.2008 15:41 Sjá næstu 50 fréttir
Stöðvuðu skip á leið til Noregs sem ekki var með lögskráða áhöfn Áhöfn á einu af varðskipum Landhelgisgæslunnar hafði á föstudag afskipti af skipi undan Sandvík á Reykjanesi eftir að í ljós kom að engin lögskráð áhöfn var um borð. 17.11.2008 13:30
HB Grandi búinn að veiða síldarkvóta sinn við Noreg Ingunn AK er nú á leiðinni til Trænö í Norður-Noregi með um 390 tonna síldarafla. Aflinn fékkst í norskri lögsögu nú um helgina og þar með hafa skip HB Granda náð að veiða síldarkvóta félagsins í lögsögunni á þessu ári. 17.11.2008 13:17
Vill upplýsingar um alþjóðasamninga og fundi vegna Icesave Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna og fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd, vill fund í nefndinni þar sem lögð verði fram og gerð opinber skjöl og gögn vegna samninga og funda í bankakreppunni. 17.11.2008 13:01
Hefur áhyggjur af ráðstöfun á IMF-láni Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefðbundna. Hann segir það skipta máli að sérstaklega sé tekið fram að íslensk stjórnvöld gefi sjóðnum leyfi til þess að birta þessar upplýsingar. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að þær 800 milljónir dollara sem eru á leið hingað til lands frá sjóðnum fari í hendurnar á sömu mönnum og ríktu hér í hruninu. 17.11.2008 12:40
Þriðji opni borgarafundurinn í kvöld á NASA Aðstandendur tveggja borgarafunda sem haldnir hafa verið í Iðnó síðustu vikur vegna efnahagsástandsins hafa nú blásið til þriðja fundarins sem verður í kvöld og að þessu sinni á skemmistaðnum NASA við Austurvöll. 17.11.2008 12:32
Fundu tvo hnúfubaka á Faxaflóa Það var tilkomumikil sjón sem blasti við erlendum ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn á föstudag, en tveir hnúfubakar urðu á vegi þeirra. 17.11.2008 12:22
Ætla ekki að bera jólin uppi með kreditkortunum Jólaverslunin í Bandaríkjunum verður í ríkari mæli borin uppi af reiðufé fremur en kreditkortum í ár. 17.11.2008 12:13
Rússar segja fjögurra milljarða evra lán of hátt Rússar hugleiða að veita Íslandi lán, en það verða ekki þeir fjórir milljarðar evra sem áður hafa verið ræddir. Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í morgun að það væri of há fjárhæð. 17.11.2008 12:05
Verið að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld séu að skuldbinda þjóðina fyrir þúsundum milljarða króna án þess að ráðfæra sig við Alþingi. Öllum upplýsingum um samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið vegna Icesave hafi verið haldið frá utanríkismálanefnd. 17.11.2008 12:02
Lagt til að ráðuneyti dragi saman útgjöld um tíu prósent Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti dragi saman útgjöld sín um 10 prósent miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp næsta árs. 17.11.2008 11:54
Páll íhugar formannsframboð í Framsókn Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, íhugar nú hvort hann muni gefa kost á sér til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður í janúar á næsta ári. Ef af verður gæti hann hugsanlega att kappi við fyrrverandi ráðherra sem hann aðstoðaði um tíma. 17.11.2008 11:35
Margir missa vinnuna um næstu mánaðamót Margir þeirra iðnaðarmanna sem hafa fengið uppsagnarbréf munu missa vinnuna um næstu mánaðamót, segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. 17.11.2008 11:25
Íslenskuverðlaun menntaráðs veitt grunnskólanemum Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent, annað árið í röð, á degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember. Rúmlega eitt hundrað nemendur í grunnskólum Reykjavíkur fengu verðlaun að þessu sinni, rúmlega 50 einstaklingar og 8 hópar. 17.11.2008 11:12
Aðeins 90 ökutæki nýskráð á síðustu tveimur vikum Aðeins 90 ökutæki voru nýskráð hér á landi á fyrstu tveimur vikum nóvembermánaðar. Samkvæmt tölum Umferðarstofu eru það tólf sinnum færri ökutæki en á sama tíma í fyrra en þá reyndust þau um ellefu hundruð. 17.11.2008 11:10
Bjóða Íslendingum störf í Noregi Norska ráðningafyritækið Jobbia hefur sett sig í samband við Samiðn með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi. 17.11.2008 10:47
Réttarhöld vegna morðsins á Politkovskaju að hefjast Réttarhöld vegna morðsins á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju hefjast í Moskvu í dag þrátt fyrir að morðinginn sjálfur sé enn á flótta. Politkovskaja, sem var harður gagnrýndandi stjórnvalda í Rússlandi og fjallaði um grimmdarverk í stríðinu Tsjetsjeníu, var myrt við heimili sitt í Moskvu fyrir um tveimur árum og eru fjórir menn í haldi vegna morðsins. 17.11.2008 09:59
Segir stefnt á umsókn til ESB snemma á næsta ári Drög að áætlun fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu hefur verið mótuð í utanríkisráðuneytinu. 17.11.2008 09:56
Einn af æðstu yfirmönnum ETA handtekinn Einn af æðstu mönnum aðskilnaðarsamtakanna ETA á Spáni var handtekinn í nótt í suðurhluta Frakklands. Frá þessu greindi franska innanríkisráðuneytið í morgun. 17.11.2008 09:40
Aflaverðmæti eykst um átta prósent á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 63 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem er um 4,5 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra. 17.11.2008 09:06
Þjóðin ber mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Nánast allir þeir sem spurðir voru í könnun Capacent, eða rúm 96 prósent, segjast bera mikið eða frekar mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 17.11.2008 08:55
Steranotkun eykst í Danmörku Notkun anabólískra stera til aukningar vöðvamassa hefur aukist í Danmörku ef marka má niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi. 17.11.2008 08:50
Skotið á menn nærri Nørrebro-stöðinni Skotið var á tvo menn sem sátu í bíl nærri brautarstöðinni í Nørrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 17.11.2008 08:44
Lýtaaðgerðaíkill veit ekki hversu oft hann hefur farið undir hnífinn Lýtaaðgerðir geta orðið fíkn og þannig hefur kínverskur lýtaaðgerðafíkill ekki hugmynd um hversu oft hann hefur farið undir hnífinn. 17.11.2008 08:39
Segir innflytjendur og Netið mestu ógnir Bretlands Fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands segir innflytjendur og Netið helstu ógnirnar sem að landinu steðji. 17.11.2008 08:36
Endeavor komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Bandaríska geimskutlan Endeavor kom til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær með sjö geimfara og rúmlega sex tonn af búnaði. 17.11.2008 07:55
Innbrot í Vesturbænum Brotist var inn í íbúð í vesturborginni í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu og stafrænni tökuvél. 17.11.2008 07:29
Skora á Samfylkingu að beita sér fyrir kosningum Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á nýju ári. 17.11.2008 07:26
Verulega dregið úr kolmunnaveiðum á næsta ári Verulega verður dregið úr kolmunnaveiðum á næsta ári samkvæmt niðurstöðu ársfundar Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. 17.11.2008 07:21
Makríll í nótina hjá Hoffelli Makríll kom í nótina hjá síldveiðiskipinu Hoffelli þegar skipið var að síldveiðum á Breiðafirði nýverið, en ekki er vitað til að makríll hafi sést á þessum slóðum áður. 17.11.2008 07:17
Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður Fyrrverandi yfirstjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönkunum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eiga ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin, segir meðal annars í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 17.11.2008 07:12
Ók á ljósastaur og stakk af Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur við Grensásveg í nótt og braut hann niður. Þrátt fyrir að bíllinn hafi stórskemmst reyndi maðurinn að stinga af, en náðist skömmu síðar á Nýbýlavegi í Kópavogi og var tekinn úr umferð. 17.11.2008 07:10
Bæjarstjórum berst fjöldi fyrirspurna "Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborgarbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafirði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við. 17.11.2008 04:00
Bjarni: Framsókn gæti allt eins sameinast Samfylkingunni Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér á dögunum, segir að fari svo að Framsóknarflokkurinn ákveði að vinna að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu geti hann allt eins sameinast Samfylkingunni. Þetta kom fram í þættinum Mannamáli með Sigmundi Erni Rúnarssyni á Stöð 2 nú í kvöld. 16.11.2008 20:21
Ingibjörg: „Ásættanleg niðurstaða“ Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra tilkynntu nú fyrir stundu að samkomulag hafi náðst við Evrópusambandið varðandi Icesave reikninga Landsbankans. Í samkomulaginu fellst að Íslendingar viðurkenna að þeim beri að tryggja innistæður að hámarki 20.877 evrum á hverjum reikningi í samræmi við lög um tryggingasjóð innistæðueigenda. Í framhaldi af þessu munu Íslendingar hefja viðræður við Breta og Hollendinga um hvernig staðið verði að því að greiða út peningana. 16.11.2008 17:49
Ys og þys á Alþingi Þegar samfélagið logar í illdeildum bæði innanlands og utan vegna hruns bankanna og efnahagsþrenginga er ekki úr vegi að skoða hvað þingmenn eru að dunda sér við á Alþingi. 16.11.2008 19:38
Norðurál vill byggja stærra í Helguvík Norðurál hefur kynnt stjórnvöldum ósk um að álverið í Helguvík verði fjörutíu prósentum stærra en áður var áformað. Líklegt þykir að málið geti leitt til harðra átaka innan Samfylkingarinnar. 16.11.2008 19:27
Veskjaþjófar sendir úr landi Tvær erlendar konur voru handteknar í Kringlunni á föstudaginn fyrir að hafa stolið þónokkrum peningaveskjum. Konurnar eru grunaðar um að hafa stundað vasaþjófnað víða í höfuðborginni undanfarna daga en talið er að þær hafi komið gagngert til landsins til þess. Þær voru látnar lausar úr haldi lögreglu í gær og sendar úr landi í dag. 16.11.2008 19:23
Engin stefnubreyting hjá VG Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna boðar ekki stefnubreytingu í Evrópumálum þótt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi á síðustu dögum ákveðið að flýta landsfundum sínum vegna málsins. 16.11.2008 19:21
Valgerður útilokar ekki framboð Formannsslagur virðist vera í uppsiglingu hjá Framsóknarflokknum eftir miðstjórnarfund flokksins í gær. Valgerður Sverrisdóttir útilokar ekki framboð. 16.11.2008 19:17
Jarðskjálfti skekur Sulawesi eyju í Indónesíu Yfirvöld á Indónesíu hafa afturkalla flóðbylgjuviðvörun vegna tveggja öflugra jarðskjálfta á norðurhluta Súlavesíu eyju síðdegis. Fyrri skjálftinn mældist 7,7 á Richter, sá síðari sex á Richter. Þegar hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftanna. Viðvörunarkerfið í Indónesíu hefur verið eflt eftir flóðbylgjuna miklu á öðrum degi jóla 2004 sem varð fjölmörgum að bana. 16.11.2008 18:11
Icesave deilan leyst Samkomulag er í höfn í Icesave deilunni svokölluðu. Tilkynnt verður nánar um málið á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum sem hefst innan tíðar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að búið sé að hnýta þá hnúta sem þurfti að hnýta. 16.11.2008 17:25
Samfylkingin í Reykjavík skorar á þingflokkinn að beita sér fyrir kosningum Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun á stjórnarfundi félagsins þar sem skorað er á þingmenn flokksins að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á næsta ári. 16.11.2008 16:50
Herdís Egilsdóttir fær Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2008 voru afhent í hátíðardagskrá í hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Auk þess voru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti Herdísi Egilsdóttur kennara Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2008. 16.11.2008 16:35
Ungir jafnaðarmenn á Akureyri vilja flutningsjöfnun Salka, félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri vill fá flutningsjöfnun setta á strax. Í ályktun frá félaginu segir að það sé mikið hagsmunamál fyrir framleiðslufyrirtæki á Akureyri að flutningsjöfnun verði sett á. 16.11.2008 15:47
Ísland mótmælir samþykkt um stjórn makrílveiða Föstudaginn 14. nóvember lauk í London 27. ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Á fundinum var m.a. fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, og makríl fyrir árið 2009 auk verndunar viðkvæmra hafsvæða. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að ekki hafi tekist samningar um veiðar á úthafskarfa og að samþykkt hafi verið tillaga um stjórn makrílveiða, sem Íslendingar mótmæltu. Þá var heildaraflamark ákveðið í norsk-íslenska síldarstofninum og komu 238 þúsund tonn í hlut Íslendinga fyrir árið 2009. 16.11.2008 15:41