Fleiri fréttir

Stýrivextir lækkaðir í Írak

Margar þjóðir hafa lækkað stýrivexti í vikunni og fleir þjóðir áforma það sama. Þar á meðal eru Írakar sem ætla að gera það innan tíðar og þá um eitt prósentustig niður í fimmtán prósent. Þá verða stýrivextir þar þremur prósentustigum lægri en á Íslandi.

Geir segir atvinnuleysistölur vera uggvekjandi

Nýjustu tölur varðandi atvinnuleysið eru uggvekjandi, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Atvinnumálin voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Og við höfum verið að ræða með okkur hvernig hægt er að bregðast við þessu í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og við munum kynna áætlanir von bráðar," segir Geir. Hann útilokar ekki að það verði í dag eða á morgun.

Tveir fíkniefnasalar í borginni handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo fíkniefnasala í borginni. Þannig var karl á þrítugsaldri handtekinn í miðborginni í gærkvöld en í fórum hans fundust fíkniefni.

Kenna fólki að flytja til Norðurlanda

Norræna félagið býður á næstunni upp á tvö námskeið sem ætluð eru fólki sem hyggur á að flytjast til Norðurlandanna. Á námskeiðunum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning. Í tilkynningu frá félaginu segir að fjallað verði um skráningu, atvinnnu og húsnæði, auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja um það sem þeim brennur á hjarta. Þá verður þjónusta „Halló Norðurlanda“ og heimasíða þeirra kynnt.

Mánaðamótin þau verstu sem ég hef séð í starfi

Mánaðamótin framundan verða þau verstu sem ég hef séð í starfi, segir formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju. Hann gagnýnir ríkisvaldið fyrir frestun Vaðlaheiðarganga og segir að sú ákvörðun sé eitt rothöggið fyrir atvinnulíf á Norðurlandi.

LÍN vill að bankar hækki yfirdrátt námsmanna erlendis

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti á fundi sínum í gær að beina þeim tilmælum til banka og sparisjóða að leita leiða til að hækka skammtímalán námsmanna erlendis í samræmi við hækkun á gengi erlendra gjaldmiðla.

Sjötíu þúsund undirskriftir við þjóðarávarp

Sjötíu þúsund manns hafa nú skráð nafn sitt við þjóðarávarp til Breta á síðunnni Indefence.is. Í ávarpinu er notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka í Bretlandi er mótmælt, og sjónarmið Íslendinga útskýrt.

Seðlabankinn hefur tapað allt að 150 milljörðum

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir óhjámkvæmilegt að bankastjórn Seðlabankans axli ábyrgð og víki, ekki vegna þess að menn séu að leita að sökudólgum heldur þurfi að endurskipuleggja stjórn og starfsemi bankans í ljósi efnahagskreppunnar. Þetta kom fram í máli þingmannsins í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Lögregla óánægð með tillitsleysi við vinnusvæði

Brot 242 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Garðabæ í gær. Lögreglan fylgdist með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í suðurátt, við Arnarnesveg. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 826 ökutæki þessa akstursleið og því óku margir ökumenn, eða 29 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Árvakur segir upp 26 starfsmönnum

Árvakur segir í dag upp 26 starfsmönnum. Þar af eru 19 uppsagnir vegna fækkunar starfa en 7 vegna breytinga á starfseminni þar sem gert er ráð fyrir einhverjum endurráðningum.

Læknafélag Íslands skorar á stjórnvöld

Læknafélag Íslands skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa vörð um heilbrigðiskerfi landsmanna nú þegar fjármálakreppa leggst með þunga á landsmenn. Í yfirlýsingunni segir að slæm andleg og líkamleg áhrif kreppunnar séu þegar byrjuð að koma fram. Því varar félagið eindregið við boðuðum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.

Indónesar banna klám

Indónesíska þingið samþykkti í dag lög sem banna klám þrátt fyrir þau mótmæli ýmissa hópa og þingmanna að bannið verði notað til að réttlæta árásir á frjálsræði í listum, trú og menningartengdum efnum.

Sundagarðar njóta rafmagns á ný

Rafmagn er aftur komið á í Sundagörðum, Vatnagörðum og þeim hluta Teiganna sem tilkynnt var um fyrir skömmu að væru án rafmagns. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Orkuveita Reykjavíkur sendi frá sér nú rétt í þessu.

Boðar tillögur vegna erfiðleika nemenda í námi erlendis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vonast til að geta kynnt síðar í dag tillögur sem miða að því að koma til móts við nemendur í námi erlendis sem eru í erfiðleikum vegna efnahagskreppunnar. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Katrínar Jakosdóttur, varaformanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag.

Rafmagnslaust í Sundagörðum og nágrenni

Rafmagnslaust er í Sundagörðum, Vatnagörðum og hluta af Teigunum eftir að háspennubilun kom upp í kerfi Orkuveitunnar fyrir skömmu. Viðgerð er hafin og vonast er til að rafmagn komist á innan klukkustundar, segir í tilkynningu frá veitunni.

Eldsneytið lækkar víða

Atlantsolía lækkaði verð á bensínlítranum um fjórar krónur í morgun og verð á dísilolíu um tvær krónur. Verð á bensínlítranum er þá komið niður í rúmar 155 krónur, úr rúmum 176 krónum, eins og það var í upphafi mánaðarins. Það er lækkun um 21 krónu á lítra. Bensínorkan hefur einnig lækkað á sínum stöðvum.

Þröngt um danska gæsluvarðhaldsfanga

Dönsk fangelsi eru að yfirfyllast og þarf lögregla nú að aka langar leiðir með gæsluvarðhaldsfanga til að koma þeim í hús einhvers staðar.

Danir biðja um mildan vetur

Danir biðja nú veðurguðina um framhald á því milda veðurfari sem ríkt hefur seinustu ár.

LÍÚ vill aukinn þorskkvóta

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á það við stjórnvöld, að aukið verði við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári um 20 þúsund tonn.

Þriðjungur hugleiðir landflótta

Tæplega þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára hefur hugleitt að flytja úr landi vegna efnahagsástandsins hér, samkvæmt könnun, sem Gallup vann fyrir Morgunblaðið.

Endurspeglar breytt landslag

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir nýjan þjóðarpúls Gallups endurspegla breytt landslag í íslenskum stjórnmálum.

Björn vill meiri þunga í umræður um utanríkismál

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir pólitíska stöðu Sjálfstæðisflokksins flókna en að það verði spennandi að vinna úr henni. Hann segir flokknum refsað fyrir hrun fjármálakerfsins og vill meiri þunga í umræður um utanríkismál.

Rasmussen býður formanni systurflokks Vg til evruviðræðna

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur hefur boðið Villy Sövndal, formanni Sósíalíska þjóðarflokksins, til viðræðna um um evrumál sem ætlað er að greiða götu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Danir eigi að taka upp gjaldmiðilinn.

Starfsmenn Skjásins safna undirskriftum og skora á Þorgerði

Starfsmenn Skjásins, sem rekur SkjáEinn, hafa ýtt úr vör undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og ríkisstjórnina að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu og tryggja þar með veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi.

Kirkjuþing segir hreinskilna umræðu mikilvæga

,,Þegar frá líður munu fást skýringar á þeirri atburðarás sem leiddi til þess ástands sem nú ríkir. Mikilvægt er að hreinskilin umræða fari fram en einnig að tími sannleikans verði tími sáttargjörðar í íslensku samfélagi," segir í ályktun Kirkjuþings vegna efnahagsþrenginga Íslendinga.

Ísland í beinni á NBC - Ekki minnst á kreppuna

Nýting orkuauðlinda hér á landi og í tveimur öðrum löndum verður til umfjöllunar í The Today Show, morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC, dagana 18. og 19. nóvember. Sent verður beint frá Íslandi báða dagana.

McCain ekki hrifin af sögulegri auglýsingu Obama

Söguleg fimm milljóna dala sjónvarpauglýsing demókratans Baracks Obama á sjö sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi hefur vakið athygli. Peningaaustur segja sumir, klókur leikur til að stýra umræðunni segja aðrir.

Fleiri leita til Mæðrastyrksnefndar

Um þúsund fjölskyldur hafa þurft að reiða sig á matargjafir hjá Mæðrastyrksnefnd í október. Þeim hefur fjölgað um helming frá því í síðasta mánuði.

Margir neyðast til að greiða af tveimur íbúðum

Gift móðir þriggja barna hefur ítrekað leitað til Landsbankans til að fá verðtryggt húsnæðislán fryst - nú síðast eftir að hún fékk uppsagnarbréf frá vinnuveitanda sínum. Svör bankans eru skýr: Við getum ekkert gert. Hundruð fjölskyldna eru að lenda í fjárhagserfiðleikum vegna sölutregðu á fasteignamarkaði.

Fimmtungur hugsanlega tapaður

Landsmenn kunna að hafa tapað í kringum tuttugu prósent af eignum sínum í viðbótarbótarlífeyrissparnaði.

Enn óvissa 16 dögum eftir að myntkörfulán voru fryst

Sextán dagar eru síðan ríkisstjórnin krafðist þess að ríkisbankarnir frystu afborganir landsmanna af myntkörfulánum. Enn ríkir alger óvissa um hvort eitthvað verði gert til að mæta vanda þeirra sem tóku lán í íslenskum krónum.

Sjá næstu 50 fréttir