Innlent

Ríkissjóður og Landsbankinn greiða hæstu opinberu gjöldin

MYND/Pjetur

Ríkissjóður og Landsbankinn greiða hæstu opinberu gjöldin af lögaðilum í Reykjavík í ár samkvæmt álagningarskrá Skattstjórans í Reykjavík sem birt var í dag.

Ríkissjóður greiðir um 5,7 milljarða króna en Landsbankinn 5,6 milljarða. Þar á eftir kemur Straumur sem greiðir 1,6 milljarða og Reykjavíkurborg greiðir 1,4 milljarða í opinber gjöld. Alls nema gjöld lögaðila hjá Skattsjóranum í Reykjavík 60,3 milljörðum króna.

Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi hefur einnig birt tölur um opinber gjöld lögaðila. Þar greiðir Alcan langmest, eða um 1,5 milljarða króna, en þar á eftir koma Grindavíkurkaupstaður með um 400 milljónir og Reykjanesbær með 375 milljónir króna í opinber gjöld.

Alls eru um níu þúsund lögaðilar á skattgrunnskrá í Reykjanesumdæmi og nemur álagningin alls um 17,5 milljörðum á þessu ári en var 12,8 milljarðar í fyrra. Álagningin hækkar því um þriðjung í Reykjanesumdæmi milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×