Innlent

Kirkjuþing segir hreinskilna umræðu mikilvæga

Karl Sigurbjörnsson, biskup, hefur málfrelsi og tillögurétt á Kirkjuþingi. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn, auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands með málfrelsi og tillögurétt.
Karl Sigurbjörnsson, biskup, hefur málfrelsi og tillögurétt á Kirkjuþingi. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, 12 vígðir menn og 17 leikmenn, auk þess biskup Íslands, tveir vígslubiskupar og einn fulltrúi guðfræðideildar Háskóla Íslands með málfrelsi og tillögurétt.

Kirkjuþing kom saman í dag og varlokið afgreiðslu allra þeirra mála er fyrir þinginu lágu nema fjórða máls, frumvarp um endurskoðun á þjóðkirkjulögum. Verður aflað umsagna um frumvarpið innan kirkjunnar og það tekið fyrir að nýju á fundi Kirkjuþings þann 28. nóvember næstkomandi.

Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var ályktun vegna þeirra efnahagsþrenginga sem blasa við Íslendingum. ,,Þegar frá líður munu fást skýringar á þeirri atburðarás sem leiddi til þess ástands sem nú ríkir. Mikilvægt er að hreinskilin umræða fari fram en einnig að tími sannleikans verði tími sáttargjörðar í íslensku samfélagi," segir í ályktuninni.

Í ályktuninni eru söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru hvattir leita nýrra leiða og vera vakandi fyrir þeim sem þurfa aðstoðar við. Söfnuðir eru meðal annars hvattir til að veita aðstöðu í kirkjum og safnaðarheimilum endurgjaldslaust fyrir starf sem miðar að því að styðja og styrkja fólkið í samfélaginu við þessar aðstæður.

Kirkjuþing hvetur einnig stjórnvöld og sveitarfélög til að láta skólastarf og forvarnavarstarf njóta forgangs þegar skera þarf niður. Einnig er bent á að margir þeirra sem nú glíma við alvarlegan fjárhagsvanda fá ekki aðstoð samkvæmt núverandi viðmiðunarreglum. Kirkjuþing hvetur ríkisstjórn og sveitarfélög til að gefa sérstakan gaum að því.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×