Innlent

Starfsmenn Skjásins safna undirskriftum og skora á Þorgerði

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins.

Starfsmenn Skjásins, sem rekur SkjáEinn, hafa ýtt úr vör undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, og ríkisstjórnina að leiðrétta skakka samkeppnisstöðu og tryggja þar með veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi.

Skjárinn tilkynnti í morgun að öllum starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið sagt upp.

Starfsmenn Skjásins segja að á hverju ári fái Ríkisútvarpið þriggja milljarða forskot á Sjáinn frá skattgreiðendum og með því fjármagni geti RÚV yfirboðið aðrar sjónvarpsstöðvar við kaup á efni. Einnig undirbjóði RÚV einkareknu stöðvarnar við sölu auglýsinga.

,,Stjórnendur og starfsmenn munu taka höndum saman á næstu vikum til þess að starfsemin geti haldið áfram, áhorfendum og auglýsendum til heilla. Áhorf á SkjáEinn er í sögulegu hámarki og við treystum því og trúum að landsmenn allir og stjórnvöld styðji áframhaldandi veru frjálsra fjölmiðla á Íslandi," segja starfsmennirnir.

Undirskriftasöfnunin fer fram hérna.






Tengdar fréttir

Vill takmarka auglýsingar á RÚV

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðu vera til að hafa gífurlegar áhyggjur af ástandi íslenskra fjölmiðla í ljósi núverandi efnahagsástands.

Skjárinn segir öllum upp

Skjárinn, sem sér um rekstur SkjásEins, hefur sagt upp öllum sínum starfsmönnum. „Í ljósi mikils samdráttar á auglýsingamarkaði, ójafnrar samkeppni frá RÚV og óvissu um innkaupsverð á sjónvarpsefni frá útlöndum hefur Skjárinn tilkynnt öllum starfsmönnum sínum að þeim verði sagt upp frá og með 1. nóvember,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn segist vonast til að úr rætist þannig að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi. Hjá Skjánum eru 40 fastráðnir og fimm verktakar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×