Innlent

Þriðjungur hugleiðir landflótta

Tæplega þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára hefur hugleitt að flytja úr landi vegna efnahagsástandsins hér, samkvæmt könnun, sem Gallup vann fyrir Morgunblaðið.

Þar af hefur helmingur landsmanna á aldrinum 18 til 24 ára hugleitt það. Mun fleiri karlar hafa hugleitt flutning úr landi en konur og liðlega helmingur sérfræðinga úr einkageiranum hefur hugleitt það. Í þeirri tölu eru vafalítið margir fjármálasérfræðingar, sem misst hafa vinnu sína eftir bankahrunið. Flestir geta hugsað sér að flytja til Norðurlandanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×