Erlent

Indónesar banna klám

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Klæðskiptingar mótmæla nýju lögunum ákaft í síðustu viku.
Klæðskiptingar mótmæla nýju lögunum ákaft í síðustu viku. MYND/AFP/Getty Images

Indónesíska þingið samþykkti í dag lög sem banna klám þrátt fyrir þau mótmæli ýmissa hópa og þingmanna að bannið verði notað til að réttlæta árásir á frjálsræði í listum, trú og menningartengdum efnum.

Yfir 100 þingmenn yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en frumvarpið var borið undir atkvæði en þeir telja að ákvæði, sem mæla fyrir um klæðaburð og félagslega hegðun, gangi gegn þeim menningarlega fjölbreytileika sem rík hefð er fyrir í Indónesíu. Sem dæmi um þetta má nefna að konur í sumum ættbálkum ganga enn um berar að ofan, t.d. á eyjunni Papúa.

Samkvæmt nýju lögunum er allt klámfengið myndefni bannað auk líkamstjáningar sem telst klámfengin og jafnvel umræðna um klám. Refsingarnar sem við liggja eru allt að 12 ára fangelsi og sektir að jafnvirði tæplega 90 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×