Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Ingvari Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingvari Erni Arnarssyni. Ingvar er 15 ára og hann er til heimilis í Reykjavík og hvarf af heimili sínu þriðjudaginn 21. október. 30.10.2008 17:21 Dómur vegna líkamsárásar með glasi mildaður Hæstiréttur hefur breytt sex mánaða fangelsisdómi sem maður hlaut fyrir hættulega líkamsárás í skilorðsbudinn dóm. 30.10.2008 17:16 Sex mánaða fangelsi fyrir að káfa á ungri stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms yfir rúmlega 37 ára gömlum karlmanni. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot með því að hafa lagst við hlið ungrar stúlku og káfað á brjóstum hennar innan klæða og niður eftir. Auk þess veitti hann stúlkunni og vinkonu hennar sem voru undir lögaldri áfengi á heimili sínu. 30.10.2008 16:53 Ráðherra segir gjaldeyri fluttan til landsins eftir krókaleiðum Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að gjaldeyrir sé nú fluttur til landsins eftir krókaleiðum. Einar gerði vandann í gjaldeyrisviðskiptum að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. 30.10.2008 16:26 Drög að neyðarlögunum voru lögð í sumar Drög að neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi þann sjötta október síðastliðinn og gerðu Fjármálaeftirlitinu kleift að taka yfir rekstur bankanna voru saminn mánuðum áður en lögin voru lögð fyrir Alþingi. Vísir hefur heimildir fyrir því að stór hluti vinnunar hafi farið fram í sumar og var hún unnin af starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins. 30.10.2008 15:58 Forsetinn líkir aðgerðum Breta við atriði úr Dr. Strangelove Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands líkir aðgerðum Breta gagnvart Íslendingum við atriði úr kvikmyndinni Dr. Strangelove. Þar á forsetinn við það þegar ríkisstjórn Bretlands beitti hryðjuverkalögum sínum gegn íslensku bönkunum. 30.10.2008 15:58 93% samdráttur í sölu á nýjum bílum Líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag hefur sala á nýjum bílum dregist nokkuð saman á Íslandi. Í síðustu viku var 21 nýr bíll seldur í landinu en á sama tíma í fyrra seldust 325 bílar. Það er samdráttur upp á rúm 93% á milli ára. 30.10.2008 15:55 Magnús Pétursson nýr ríkissáttasemjari Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008. 30.10.2008 15:48 Uppsagnir og lækkun launa hjá 365 Yfir 20 manns verður sagt upp hjá 365 hf., sem rekur meðal annars Vísi, nú um mánaðamótin og þá grípur fyrirtækið til launalækkana til að bregðast við breyttu efnahagsástandi 30.10.2008 15:42 Fundu fíkniefni í Draumnum „Já, þeir komu hingað og voru eitthvað að gramsa hérna,” segir Ragnar Júlíusson, starfsmaður Draumsins um húsleit lögreglunnar þar í gær. 30.10.2008 15:34 Áfram í varðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðju Héraðsdómur framlengdi í dag gæsluvarðhaldúrskurð yfir þremur mönnum sem handteknir voru fyrir tveimur vikum, grunaðir um aðild að fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði. 30.10.2008 15:33 Björgólfur segir Íslandi betur borgið utan ESB Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi formaður LÍÚ, er algjörlega andvígur þeim sjónarmiðum að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. 30.10.2008 15:21 Lögreglustjóri fjalli aftur um mál Mónakó og Monte Carlo Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að takmarka þann tíma sem veitingastaðirnir Mónakó og Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur hafa til þess að selja áfengi. Segir ráðuneytið að annmarkar hafi verið á málsmeðferðinni. 30.10.2008 14:57 Skólameistari hvetur kennara til varkárni í kreppuumræðu Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði sendi kennurum og öðru starfsfólki skólans bréf í byrjun október og hvatti þar til þess að stigið yrði varlega til jarðar í öllum umræðum um efnahagsástandið á Íslandi í kennslustundum. 30.10.2008 14:27 Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill 18 ára ökuleyfisaldur Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur til við löggjafann að við endurskoðun umferðarlaga verði ökuleyfisaldur hækkaður upp í 18 ár. Ýmis rök megi færa fyrir þess háttar breytingu. 30.10.2008 14:14 Fíkniefni fundust í söluturni í Reykjavík Allnokkuð af fíkniefnum fannst við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Við húsleit í söluturni í Reykjavík fundust ætluð fíkniefni, ólöglegt tóbak og munir sem taldir eru vera þýfi. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði en aðgerðin var framkvæmd í samvinnu við tollyfirvöld. 30.10.2008 14:08 Kappakstur og ofsaakstur orsök banaslyss Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Kringlumýrarbraut við Listabraut í mars á þessu ári hafi verið í kappakstri við ökumann bifreiðar og ekið á ofsahraða. 30.10.2008 14:05 Hekla seldi tvo nýja bíla í síðustu viku Mikill samdráttur hefur verið í sölu á nýjum bílum í október. Í síðustu viku var seldur 21 nýr bíll á Íslandi. Jón Trausti Ólafsson markaðsstjóri Heklu staðfestir í samtali við Vísi að einungis tveir nýir bílar hafi selst hjá fyrirtækinu á sama tíma. Hann segir Heklu hinsvegar hafa fengið mikil viðbrögð erlendis frá við nýjum vef sem opnaður var á fimmtudaginn. 30.10.2008 13:44 Miðborgarþjónar áfram í bænum um helgar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafa áfram starfandi miðborgarþjóna aðfaranætur laugardaga og sunnudaga fram að áramótum. 30.10.2008 13:39 Um fimmtíu féllu í sprengjuárásum í Indlandi Að minnsta kosti fjörutíu og átta týndu lífi og þrjú hundruð særðust í sprengjuárásum í norðausturhluta Indlands í morgun. 30.10.2008 13:17 Greint frá samningi við IMF um leið og samkomulag liggur fyrir Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að greint verði frá samkomulagi stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um aðgerðir í efnahagsmálum um leið og sjóðurinn hafi lagt blessun sína yfir lán til Íslands. 30.10.2008 13:01 Segja ekkert nýtt hafa verið í auglýsingu Obama Barack Obama borgaði fjórar milljónir bandaríkjadala til að koma á framfæri boðskap sínum í hálftíma sjónvarpsauglýsingu á besta sýningartíma á sjö sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi. Stjórnmálaskýrendur segja ekkert nýtt hafa komið fram í máli demókratans. 30.10.2008 12:42 Enn engar upplýsingar um laun eins ríkisbankastjóra Laun eins ríkisbankastjóra af þremur eru enn ekki gefin upp. Illugi Gunnarsson, segir nauðsynlegt að mál þessi séu uppá borðinu og vill að laun embættismanna almennt lækki í samræmi við það sem er að gerast í einkageiranum. 30.10.2008 12:38 Samið við SÁÁ um búsetuúrræði fyrir fyrrverandi fíkla Borgarráð hefur samþykkt tillögu Velferðarráðs um að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félaglegum stuðningi. 30.10.2008 12:33 Vill skýr svör varðandi skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir skort á upplýsingum um ástand efnahagsmála á umræðum á Alþingi í dag. 30.10.2008 12:14 Vatíkanið vill presta í sálfræðipróf Vatíkanið vill senda tilvonandi kaþólska presta í sálfræðimat til þess að vinsa út gagnkynhneigða umsækjendur sem ekki ráða við kynhvöt sína, og samkynhneigða. 30.10.2008 12:14 Fjórtán þúsund í alvarlegum fjárhagserfiðleikum Hartnær fjórtán þúsund Íslendingar eru í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Einstæðir feður eru mun líklegri til að lenda í vanskilum en einstæðar mæður en langfjölmennasti hópur þeirrra sem eru á vanskilaskrá eru barnlausir karlmenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Creditinfo Ísland. 30.10.2008 12:06 Vaxtahækkun leiði til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stöðu efnahagsmála og samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann teldi að vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni myndi leiða til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum. 30.10.2008 11:58 Stjórnvöld bera ábyrgð á umdeildri stýrivaxtahækkun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu í þinginu fyrir stundu. Fór hún um víðan völl og ræddi meðal annars um umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Deilt hefur verið um hvort hækkunin sé skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða ekki. Ingibjörg sagði vaxtahækkunina vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ekki væri hægt að benda bara á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 30.10.2008 11:48 Undirrituðu yfirlýsingu um samstarf við strandeftirlit Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær, 29. október 2008, undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington. 30.10.2008 11:38 Steingrímur segir stjórnvöld gefa misvísandi upplýsingar Undarlegur skortur á allri heilbrigðri sjálfsgagnrýni er skaðlegur Íslendingum í þeirri aðstæðum sem nú er uppi. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna á þingi í dag. 30.10.2008 11:28 Seðlabankinn greinir frá einum hluta samkomulagsins við IMF Seðlabankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðunnar undanfarið um hver hafi átt hugmyndina að því að hækka stýrivexti Seðlabankans. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa að mati bankans „undrast“ hækunina og sumir hverjir sagt að hún hafi ekki verið eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í rökstuðningi sínum á dögunum fyrir hækkuninni sagði bankinn að hækkunin væri hluti af því samkomulagi sem náðst hafi við IMF. 30.10.2008 11:06 Hafró leggur til að veidd verði 500 tonn af rækju í Arnarfirði Rækjustofninn í Arnarfirði virðist hafa náð sér verulega á strik og leggur Hafrannsóknarstofnun til að veiðar verði stundaðar þar í vetur veidd verði 500 tonn. 30.10.2008 10:43 Skuldir þjóðarbúsins verða 100 prósent af landsframleiðslu Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 30.10.2008 10:43 Skjárinn segir öllum upp Skjárinn, sem sér um rekstur SkjásEins, hefur sagt upp öllum sínum starfsmönnum. „Í ljósi mikils samdráttar á auglýsingamarkaði, ójafnrar samkeppni frá RÚV og óvissu um innkaupsverð á sjónvarpsefni frá útlöndum hefur Skjárinn tilkynnt öllum starfsmönnum sínum að þeim verði sagt upp frá og með 1. nóvember,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn segist vonast til að úr rætist þannig að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi. Hjá Skjánum eru 40 fastráðnir og fimm verktakar. 30.10.2008 10:42 Bílsprengja sprakk á háskólasvæði Pamplona Bílsprengja sprakk í morgun á bílastæði nærri háskóla í borginni Pamplona á Norður-Spáni. 30.10.2008 10:32 Fá 85 prósent úr Sjóði 9 hjá Glitni - Unnið að lausn annarra sjóða Glitnir mun í dag greiða allar eignir úr Sjóði 9 og leggja þá inn á sparnaðarreikninga í nafni hvers sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra. 30.10.2008 09:44 Segja stöðu Samherja sterka þrátt fyrir efnahagsóvissu Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja fullyrða að staða fyrirtækisins sé sterk þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálum. 30.10.2008 09:34 Munnlegur málflutningur í Keilufellsmáli Munnlegur málflutningur fer í dag fram í máli Ríkissaksóknara gegn fjórum Pólverjum sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á sjö samlanda sína í Keilufelli í mars. Árásin var hrottaleg og beittu árásarmenn meðal annars kylfum, exi, slaghömrum og járnröri. Þeir hafa allir neitað sök í málinu. 30.10.2008 09:32 Sígarettusala í fríhöfnum um átta prósent af heildarsölunni Um 1,2 milljónir pakka af sígarettum voru seldar í fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugfelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2008 08:57 Áður óþekktir hlutar Merkúrs opinberast Vísindamenn hjá NASA hafa skoðað 95 prósent af yfirborði Merkúrs með aðstoð könnunarfarsins Messenger sem nýlega flaug hjá reikistjörnunni og fer að líkindum á sporbaug um hana árið 2011. 30.10.2008 08:13 Vilja skrá yfir óheiðarlega blaðamenn Danskir læknar krefjast þess að haldin verði skrá yfir óheiðarlega blaðamenn, rétt eins og læknar geti lent á svörtum listum vegna mistaka. 30.10.2008 07:31 Aðferð til greiningar fuglaflensu þróuð í Danmörku Christina Nielsen verkfræðinemi við Suðurdanska háskólann hefur þróað nýja greiningaraðferð sem gengur út á það að sjá á einfaldan og fljótlegan hátt hvort inflúensusýni innihaldi hina stökkbreyttu fuglaflensuveiru. 30.10.2008 07:28 Lögregla í Essex skaut mann til bana Lögregla í breska bænum Romford í Essex skaut mann til bana úti á götu í gær eftir að hann hafði gengið þar um með þrjár skammbyssur og ógnað meðal annars börnum með þeim. 30.10.2008 07:20 Síldveiðiskip í Tromsö laus allra mála Síldveiðiskipin Guðmundur VE og Vilhlem Þorsteinsson EA, sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum í norskri lögsögu á laugardag og var beint til Tromsö, eru nú laus allra mála og farin aftur til veiða. 30.10.2008 07:14 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan lýsir eftir Ingvari Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingvari Erni Arnarssyni. Ingvar er 15 ára og hann er til heimilis í Reykjavík og hvarf af heimili sínu þriðjudaginn 21. október. 30.10.2008 17:21
Dómur vegna líkamsárásar með glasi mildaður Hæstiréttur hefur breytt sex mánaða fangelsisdómi sem maður hlaut fyrir hættulega líkamsárás í skilorðsbudinn dóm. 30.10.2008 17:16
Sex mánaða fangelsi fyrir að káfa á ungri stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms yfir rúmlega 37 ára gömlum karlmanni. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot með því að hafa lagst við hlið ungrar stúlku og káfað á brjóstum hennar innan klæða og niður eftir. Auk þess veitti hann stúlkunni og vinkonu hennar sem voru undir lögaldri áfengi á heimili sínu. 30.10.2008 16:53
Ráðherra segir gjaldeyri fluttan til landsins eftir krókaleiðum Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að gjaldeyrir sé nú fluttur til landsins eftir krókaleiðum. Einar gerði vandann í gjaldeyrisviðskiptum að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. 30.10.2008 16:26
Drög að neyðarlögunum voru lögð í sumar Drög að neyðarlögunum sem samþykkt voru á Alþingi þann sjötta október síðastliðinn og gerðu Fjármálaeftirlitinu kleift að taka yfir rekstur bankanna voru saminn mánuðum áður en lögin voru lögð fyrir Alþingi. Vísir hefur heimildir fyrir því að stór hluti vinnunar hafi farið fram í sumar og var hún unnin af starfsmönnum viðskiptaráðuneytisins. 30.10.2008 15:58
Forsetinn líkir aðgerðum Breta við atriði úr Dr. Strangelove Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands líkir aðgerðum Breta gagnvart Íslendingum við atriði úr kvikmyndinni Dr. Strangelove. Þar á forsetinn við það þegar ríkisstjórn Bretlands beitti hryðjuverkalögum sínum gegn íslensku bönkunum. 30.10.2008 15:58
93% samdráttur í sölu á nýjum bílum Líkt og Vísir sagði frá fyrr í dag hefur sala á nýjum bílum dregist nokkuð saman á Íslandi. Í síðustu viku var 21 nýr bíll seldur í landinu en á sama tíma í fyrra seldust 325 bílar. Það er samdráttur upp á rúm 93% á milli ára. 30.10.2008 15:55
Magnús Pétursson nýr ríkissáttasemjari Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008. 30.10.2008 15:48
Uppsagnir og lækkun launa hjá 365 Yfir 20 manns verður sagt upp hjá 365 hf., sem rekur meðal annars Vísi, nú um mánaðamótin og þá grípur fyrirtækið til launalækkana til að bregðast við breyttu efnahagsástandi 30.10.2008 15:42
Fundu fíkniefni í Draumnum „Já, þeir komu hingað og voru eitthvað að gramsa hérna,” segir Ragnar Júlíusson, starfsmaður Draumsins um húsleit lögreglunnar þar í gær. 30.10.2008 15:34
Áfram í varðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðju Héraðsdómur framlengdi í dag gæsluvarðhaldúrskurð yfir þremur mönnum sem handteknir voru fyrir tveimur vikum, grunaðir um aðild að fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði. 30.10.2008 15:33
Björgólfur segir Íslandi betur borgið utan ESB Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi formaður LÍÚ, er algjörlega andvígur þeim sjónarmiðum að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. 30.10.2008 15:21
Lögreglustjóri fjalli aftur um mál Mónakó og Monte Carlo Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að takmarka þann tíma sem veitingastaðirnir Mónakó og Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur hafa til þess að selja áfengi. Segir ráðuneytið að annmarkar hafi verið á málsmeðferðinni. 30.10.2008 14:57
Skólameistari hvetur kennara til varkárni í kreppuumræðu Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði sendi kennurum og öðru starfsfólki skólans bréf í byrjun október og hvatti þar til þess að stigið yrði varlega til jarðar í öllum umræðum um efnahagsástandið á Íslandi í kennslustundum. 30.10.2008 14:27
Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill 18 ára ökuleyfisaldur Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur til við löggjafann að við endurskoðun umferðarlaga verði ökuleyfisaldur hækkaður upp í 18 ár. Ýmis rök megi færa fyrir þess háttar breytingu. 30.10.2008 14:14
Fíkniefni fundust í söluturni í Reykjavík Allnokkuð af fíkniefnum fannst við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Við húsleit í söluturni í Reykjavík fundust ætluð fíkniefni, ólöglegt tóbak og munir sem taldir eru vera þýfi. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði en aðgerðin var framkvæmd í samvinnu við tollyfirvöld. 30.10.2008 14:08
Kappakstur og ofsaakstur orsök banaslyss Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir að ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Kringlumýrarbraut við Listabraut í mars á þessu ári hafi verið í kappakstri við ökumann bifreiðar og ekið á ofsahraða. 30.10.2008 14:05
Hekla seldi tvo nýja bíla í síðustu viku Mikill samdráttur hefur verið í sölu á nýjum bílum í október. Í síðustu viku var seldur 21 nýr bíll á Íslandi. Jón Trausti Ólafsson markaðsstjóri Heklu staðfestir í samtali við Vísi að einungis tveir nýir bílar hafi selst hjá fyrirtækinu á sama tíma. Hann segir Heklu hinsvegar hafa fengið mikil viðbrögð erlendis frá við nýjum vef sem opnaður var á fimmtudaginn. 30.10.2008 13:44
Miðborgarþjónar áfram í bænum um helgar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að hafa áfram starfandi miðborgarþjóna aðfaranætur laugardaga og sunnudaga fram að áramótum. 30.10.2008 13:39
Um fimmtíu féllu í sprengjuárásum í Indlandi Að minnsta kosti fjörutíu og átta týndu lífi og þrjú hundruð særðust í sprengjuárásum í norðausturhluta Indlands í morgun. 30.10.2008 13:17
Greint frá samningi við IMF um leið og samkomulag liggur fyrir Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að greint verði frá samkomulagi stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um aðgerðir í efnahagsmálum um leið og sjóðurinn hafi lagt blessun sína yfir lán til Íslands. 30.10.2008 13:01
Segja ekkert nýtt hafa verið í auglýsingu Obama Barack Obama borgaði fjórar milljónir bandaríkjadala til að koma á framfæri boðskap sínum í hálftíma sjónvarpsauglýsingu á besta sýningartíma á sjö sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi. Stjórnmálaskýrendur segja ekkert nýtt hafa komið fram í máli demókratans. 30.10.2008 12:42
Enn engar upplýsingar um laun eins ríkisbankastjóra Laun eins ríkisbankastjóra af þremur eru enn ekki gefin upp. Illugi Gunnarsson, segir nauðsynlegt að mál þessi séu uppá borðinu og vill að laun embættismanna almennt lækki í samræmi við það sem er að gerast í einkageiranum. 30.10.2008 12:38
Samið við SÁÁ um búsetuúrræði fyrir fyrrverandi fíkla Borgarráð hefur samþykkt tillögu Velferðarráðs um að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félaglegum stuðningi. 30.10.2008 12:33
Vill skýr svör varðandi skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir skort á upplýsingum um ástand efnahagsmála á umræðum á Alþingi í dag. 30.10.2008 12:14
Vatíkanið vill presta í sálfræðipróf Vatíkanið vill senda tilvonandi kaþólska presta í sálfræðimat til þess að vinsa út gagnkynhneigða umsækjendur sem ekki ráða við kynhvöt sína, og samkynhneigða. 30.10.2008 12:14
Fjórtán þúsund í alvarlegum fjárhagserfiðleikum Hartnær fjórtán þúsund Íslendingar eru í alvarlegum fjárhagserfiðleikum. Einstæðir feður eru mun líklegri til að lenda í vanskilum en einstæðar mæður en langfjölmennasti hópur þeirrra sem eru á vanskilaskrá eru barnlausir karlmenn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Creditinfo Ísland. 30.10.2008 12:06
Vaxtahækkun leiði til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stöðu efnahagsmála og samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann teldi að vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni myndi leiða til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum. 30.10.2008 11:58
Stjórnvöld bera ábyrgð á umdeildri stýrivaxtahækkun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu í þinginu fyrir stundu. Fór hún um víðan völl og ræddi meðal annars um umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Deilt hefur verið um hvort hækkunin sé skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða ekki. Ingibjörg sagði vaxtahækkunina vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ekki væri hægt að benda bara á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 30.10.2008 11:48
Undirrituðu yfirlýsingu um samstarf við strandeftirlit Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær, 29. október 2008, undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington. 30.10.2008 11:38
Steingrímur segir stjórnvöld gefa misvísandi upplýsingar Undarlegur skortur á allri heilbrigðri sjálfsgagnrýni er skaðlegur Íslendingum í þeirri aðstæðum sem nú er uppi. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna á þingi í dag. 30.10.2008 11:28
Seðlabankinn greinir frá einum hluta samkomulagsins við IMF Seðlabankinn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðunnar undanfarið um hver hafi átt hugmyndina að því að hækka stýrivexti Seðlabankans. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa að mati bankans „undrast“ hækunina og sumir hverjir sagt að hún hafi ekki verið eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í rökstuðningi sínum á dögunum fyrir hækkuninni sagði bankinn að hækkunin væri hluti af því samkomulagi sem náðst hafi við IMF. 30.10.2008 11:06
Hafró leggur til að veidd verði 500 tonn af rækju í Arnarfirði Rækjustofninn í Arnarfirði virðist hafa náð sér verulega á strik og leggur Hafrannsóknarstofnun til að veiðar verði stundaðar þar í vetur veidd verði 500 tonn. 30.10.2008 10:43
Skuldir þjóðarbúsins verða 100 prósent af landsframleiðslu Skuldir ríkissjóðs munu fara úr 29 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár í 100 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir landið. Það mun jafnframt taka ríkissjóð nokkur ár að vinna sig út úr hallarekstri ríkissjóðs. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætsiráðherra sem flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 30.10.2008 10:43
Skjárinn segir öllum upp Skjárinn, sem sér um rekstur SkjásEins, hefur sagt upp öllum sínum starfsmönnum. „Í ljósi mikils samdráttar á auglýsingamarkaði, ójafnrar samkeppni frá RÚV og óvissu um innkaupsverð á sjónvarpsefni frá útlöndum hefur Skjárinn tilkynnt öllum starfsmönnum sínum að þeim verði sagt upp frá og með 1. nóvember,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn segist vonast til að úr rætist þannig að uppsagnirnar þurfi ekki að taka gildi. Hjá Skjánum eru 40 fastráðnir og fimm verktakar. 30.10.2008 10:42
Bílsprengja sprakk á háskólasvæði Pamplona Bílsprengja sprakk í morgun á bílastæði nærri háskóla í borginni Pamplona á Norður-Spáni. 30.10.2008 10:32
Fá 85 prósent úr Sjóði 9 hjá Glitni - Unnið að lausn annarra sjóða Glitnir mun í dag greiða allar eignir úr Sjóði 9 og leggja þá inn á sparnaðarreikninga í nafni hvers sjóðsfélaga í hlutfalli við eign þeirra. 30.10.2008 09:44
Segja stöðu Samherja sterka þrátt fyrir efnahagsóvissu Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja fullyrða að staða fyrirtækisins sé sterk þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálum. 30.10.2008 09:34
Munnlegur málflutningur í Keilufellsmáli Munnlegur málflutningur fer í dag fram í máli Ríkissaksóknara gegn fjórum Pólverjum sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á sjö samlanda sína í Keilufelli í mars. Árásin var hrottaleg og beittu árásarmenn meðal annars kylfum, exi, slaghömrum og járnröri. Þeir hafa allir neitað sök í málinu. 30.10.2008 09:32
Sígarettusala í fríhöfnum um átta prósent af heildarsölunni Um 1,2 milljónir pakka af sígarettum voru seldar í fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugfelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Ástu Möller, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 30.10.2008 08:57
Áður óþekktir hlutar Merkúrs opinberast Vísindamenn hjá NASA hafa skoðað 95 prósent af yfirborði Merkúrs með aðstoð könnunarfarsins Messenger sem nýlega flaug hjá reikistjörnunni og fer að líkindum á sporbaug um hana árið 2011. 30.10.2008 08:13
Vilja skrá yfir óheiðarlega blaðamenn Danskir læknar krefjast þess að haldin verði skrá yfir óheiðarlega blaðamenn, rétt eins og læknar geti lent á svörtum listum vegna mistaka. 30.10.2008 07:31
Aðferð til greiningar fuglaflensu þróuð í Danmörku Christina Nielsen verkfræðinemi við Suðurdanska háskólann hefur þróað nýja greiningaraðferð sem gengur út á það að sjá á einfaldan og fljótlegan hátt hvort inflúensusýni innihaldi hina stökkbreyttu fuglaflensuveiru. 30.10.2008 07:28
Lögregla í Essex skaut mann til bana Lögregla í breska bænum Romford í Essex skaut mann til bana úti á götu í gær eftir að hann hafði gengið þar um með þrjár skammbyssur og ógnað meðal annars börnum með þeim. 30.10.2008 07:20
Síldveiðiskip í Tromsö laus allra mála Síldveiðiskipin Guðmundur VE og Vilhlem Þorsteinsson EA, sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum í norskri lögsögu á laugardag og var beint til Tromsö, eru nú laus allra mála og farin aftur til veiða. 30.10.2008 07:14