Innlent

Fimmtungur hugsanlega tapaður

Landsmenn kunna að hafa tapað í kringum tuttugu prósent af eignum sínum í viðbótarbótarlífeyrissparnaði.

Bankarnir hafa síðustu ár boðið viðskiptavinum sínum upp á viðbótarlífeyrissparnað. Séreignalífeyrissparnaður landsmanna skiptist að mestu í tvennt. Annar hlutinn er inni á bankabókum sem eru tryggðar af ríkinu en hinn hlutinn í sjóðum. Þessir sjóðir hafa ávaxtað sparnaðinn í innlendum og erlendum hluta- og skuldabréfum og einnig í innlánum. Ljóst er að hluti þeirra hefur orðið fyrir tapi vegna ástandsins undanfarið.

Flestir eru sjóðirnir sem bankarnir bjóða upp hafa verið lokaðir eftir að bankarnir voru teknir yfir af ríkinu. Það er því ekki hægt að segja strax hversu miklu þeir hafa tapað og verður ekki fyrr en þeir verða opnaðir aftur. Það gæti tekið allt upp í nokkrar vikur.

Viðskiptavinum Glitnis verið boðið upp á viðbótarlífeyrissparnað í gengum Almenna lífeyrissjóðinn. Á vefsíðu sjóðsins er skýrt frá því að áætlað sé að tjón sjóðanna þeirra vegna bankakreppunnar sé á bilinu 10-23%.

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ segir að sá hluti viðbótarlífeyrissparnaðarins sem er í sjóðum verði gerður upp líkt og peningamarkaðssjóðir. Hann á von á að þeir skerðist um í kringum tuttugu prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×