Fleiri fréttir Sakar Sjálftstæðisflokkinn um að halda þjóðinni í gíslingu Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sakar Sjálfstæðisflokkinn um að halda þjóðinni í gíslingu með því að neita að taka til umræðu Evrópumál. 29.10.2008 20:56 Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29.10.2008 18:41 Skora á stjórnvöld að hækka atvinnuleysisbætur Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnvöld að hækka atvinnuleysisbætur hið fyrsta til þess að koma til móts við þá einstaklinga sem þegar hafa misst vinnuna og þann mikla fjölda sem býr við ótryggt atvinnuöryggi og gætu því staðið uppi atvinnulausir á næstu vikum og mánuðum. 29.10.2008 21:50 Elsti taílenski staður landsins lækkar verð Taílenski matsölustaðurinn Síam í Hafnarfirði hefur ákveðið að lækka verð á öllum sóttum réttum um þrjúhundruð krónur. Vinsælustu réttirnir fara úr 1790 krónum í 1490 krónur. 29.10.2008 21:32 Starfsgreinasambandið og Launanefnd sveitarfélaga hefja viðræður Starfsgreinasambandið hóf í dag formlegar viðræður við Launanefnd sveitarfélaga vegna nýs kjarasamnings. 29.10.2008 20:51 ESB trúðboð í boði ríkisins Þingmaður Framsóknarflokksins segir að ríkisbankinn Nýi Glitnir boði skoðun sem gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar. 29.10.2008 20:45 Það ber feigðina í sér spili ráðherrar frítt Ríkisstjórnin þarf að leggja spilin á borðið og kynna stefnu sína og afla henni fylgis og hún verður að standa saman um hana, að mati Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Frjálslynda flokksins. ,,Það ber feigðina í sér ef einstakir ráðherrar ætla að spila frítt." 29.10.2008 20:15 Ekki óhugsandi að ráðherrar fjúki vegna fjármálakreppunnar Ekki er óhugsandi að ráðherrar fái að fjúka eftir uppgjör vegna bankahrunsins. Þetta er mat stjórnmálafræðings sem segir það vart óbreytanlega staðreynd að íslenskum ráðamönnum verði ekki haggað vegna gagnrýni. 29.10.2008 19:45 Undrast persónulegt skítkast Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, undrast hve grunnt er á persónulegu skítkasti hjá þeim sem tala eins og aðild að Evrópusambandinu sé eina bjargráð Íslendinga. 29.10.2008 19:15 Obama með forystuna í lykilríkjum Nýr Bandaríkjaforseti verður kosinn eftir sex daga. Kannanir sýna að demókratinn Barack Obama hefur ýmist forskot á repúblíkananna John McCain í helstu lykilríkjum eða þá að þeir eru hnífjafnir. 29.10.2008 19:15 Segir forystuna samstíga í Evrópumálum Geir Haarde segir forystu Sjálfstæðisflokksins samstíga í afstöðu til Evrópumála, en varaformaður flokksins vill að Evrópusambandsaðild og upptaka Evru verði tekin til alvarlegrar skoðunar. 29.10.2008 19:11 Geir: Óveiðgandi að persónugera vandann Forsætisráðherra segir engin áform um að víkja Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þrátt fyrir mótmæli fólks og afgerandi niðurstöðu skoðanakönnunar um að hann njóti lítils trausts. 29.10.2008 18:55 Tilboð Landsbankans til Seðlabankans var örþrifaráð Tilboð Björgólfs Thors og Landsbankamanna til Seðlabankans um sameiningu við Glitni - er fráleitt örþrifaráð manna sem voru í afneitun fram á síðustu stundu, segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði. Björgólfur hugðist með þessu gefa saman tvo dauðvona sjúklinga, hjónabandið hefði orðið stutt og þeim varla barna auðið, segir þrautreyndur bankamaður. 29.10.2008 18:36 Uppsagnir hjá BYGG: Enn eitt áfallið „Þetta er enn eitt áfallið á byggingamarkaði,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar um uppsagnir hjá byggingafyrirtækinu BYGG. „Þetta er viðbót við hina 400 sem við vissum um þannig að þetta fer að nálgast 600 manns sem hafa misst vinnuna í þessari hrinu,“ segir hann. Hann segir stýrivaxtahækkun hafa endanlega gert út um vonir manna til að halda einhverju atvinnulífi hér gangandi. 29.10.2008 17:50 Sótti fund hinnar Norðlægu víddar ESB í Rússlandi Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sótti í gær fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, fyrsta utanríkisráðherrafund hinnar Norðlægu víddar Evrópusambandsins, sem haldin var í Sankti Pétursborg í boði Rússlands. 29.10.2008 17:47 Árni vill skoða upptöku færeyskrar krónu Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði það til á Alþingi í dag að skoðað yrði að taka upp færeyska krónu í samfloti með Færeyingum. 29.10.2008 17:13 BYGG segir upp 160 - Nánast öllum hefur verið sagt upp Byggingafyrirtækið BYGG sagði í dag um 160 starfsmönnum upp störfum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu fyrr í dag. 29.10.2008 16:43 Fjölmargar fregnir af uppsögnum úti á landi Þær berast ört fréttirnar af uppsögnum víða á landinu þessa dagana. Á vef stéttarfélagsins Bárunnar á Suðurlandi kemur fram að samkvæmt heimildum félagsins hafi tvö fyrirtæki í byggingaiðnaði á Selfossi ákveðið að segja öllu sínu starfsfólki upp störfum. 29.10.2008 16:31 Íslensk stjórnvöld í óformlegum samskiptum við Kínverja um lán Íslensk stjórnvöld hafa verið í óformlegum samskiptum við Kínverja um hugsanlegt lán. Þetta staðfesti Geir H. Haarde forsætisráðhera í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 29.10.2008 16:20 Óttast að tala látinna eigi eftir að hækka verulega Hátt á annað hundrað manns fórust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir suðvestur Pakistan í dag og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Rauði krossinn óttast að þessar tölur eigi eftir að hækka verulega. „Jarðskjálftarnir mældust á bilinu 6,2-6,4 á Richter og ollu mestri eyðileggingu í Balukistanhéraði sem liggur við landamæri Afganistans,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Íslenskur liðsmaður samtakanna er í Peshawar í Pakistan. 29.10.2008 15:52 Segir LÍN brjóta jafnræðisreglu Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, sendi á dögunum fyrirspurn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sökum meints brots á jafnræðisreglu. 29.10.2008 15:42 Skjálfti ekki eins stór og listinn sýndi Jarðskjálfti varð við Goðabungu um klukkan hálfþrjú í dag og reyndist hann rúmlega tveir á Richter en ekki 3,2 eins og jarðskjálftalisti á heimasíðu Veðurstofunnar gaf til kynna. 29.10.2008 15:25 Geir segir stýrivaxtahækkun hafa verið óhjákvæmilega Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi verið óhjákvæmileg. Hún hafi ekki verið skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur samkomulag á milli ríkisstjórnarinnar og sjóðsins. Þetta er það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hafa sagt. 29.10.2008 15:13 Bresk stjórnvöld tilkynna frekari björgunaraðgerðir á morgun Bresk stjórnvöld kynna á morgun áætlun um aukin lán til minni fyrirtækja í landinu. Evrópski fjárfestingarbankinn gæti komið að þeim aðgerðum. 29.10.2008 15:03 Kallað eftir afstöðu stjórnarflokkanna til stýrivaxtahækkunarinnar Kallað var eftir svörum við því hvort stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær nyti stuðning ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í umræðum á Alþingi í dag. 29.10.2008 14:25 Stýrivaxtahækkun ekki skilyrði IMF heldur tillaga ríkisstjórnarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í 18 prósent hafi ekki verið „ákvörðun eða skilyrði" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í viðtali við hana á RÚV í hádeginu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, tók í sama streng í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði engin skilyrði hafa verið sett fyrir þessu af hálfu sjóðsins. Hins vegar sé hækkunin í samræmi við það samkomulag sem gert var við IMF. 29.10.2008 14:23 Bifröst býður Færeyingum ókeypis skólavist á næsta ári Í ljósi þeirrar miklu velvildar sem að Færeyingar hafa sýnt íslensku þjóðinni undanfarið hefur Háskólinn á Bifröst ákveðið að bjóða tveimur færeyskum námsmönnum upp á skólavist endurgjaldslaust, á næsta skólaári. 29.10.2008 14:10 Luku lofsorði á lán Færeyinga Þingmenn luku í dag lofsorði á þá ákvörðun Færeyinga að bjóða Íslendingum lán vegna þeirra erfiðleika sem gengið hefðu yfir. 29.10.2008 14:08 Rannsókn á tveimur stórum fíkniefnamálum að ljúka Rannsókn á tveimur stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið á þessu ári er á lokastigi en bæði tengjast þau smygli með bílum í Norrænu. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er þó ekki hægt að tilgreina nákvæmlega hvenær rannsókn lýkur en í framhaldinu verða málin send saksóknara. 29.10.2008 13:20 Snarpur eftirskjálfti í Pakistan Allsnarpur eftirskjálfti skók Balúkistanhérað í suðvesturhluta Pakistans fyrir stundu. 29.10.2008 12:57 Stjórnvöld styðji við menntun og þekkingarsköpun í kreppunni Stúdentaráð Háskóla Íslands segir mikilvægt að styðja vel við menntamál og þekkingarsköpun í núverandi kreppu til þess að stuðla að viðreisn og nýjum tímum. 29.10.2008 12:46 Opna símamiðstöð til að berjast fyrir málstað Íslendinga Í tengslum við heimasíðuna indefence hefur verið opnuð símamiðstöð, þar sem námsmönnum býðst að hringja frítt í vini sína og ættingja erlendis til að vekja athygli á málstað íslensku þjóðarinnar gagnvart breskum stjórnvöldum. 29.10.2008 12:30 Ingibjörg skrifaði ekki bréf til breskra þingmanna Vísir sagði frá því í morgun að breska blaðið Independent fullyrði að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi skrifað breskum þingmönum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka. Samkvæmt upplýsingum frá Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins skrifaði Ingibjörg hinsvegar ekkert bréf. 29.10.2008 12:22 Segir Seðlabankann að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi Seðlabankinn er vísvitandi að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi, segir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar um hækkun stýrivaxta í gær. Jafnvel stöndugustu sjávarútvegsfyrirtæki eru nú sögð berjast upp á líf og dauða. 29.10.2008 12:15 Um 70 sagt upp hjá Formaco Formaco hefur sagt upp öllum starfssamningum, um 70 talsins, vegna samdráttar á byggingarmarkaði og erfiðleika á gjaldeyrismarkaði. 29.10.2008 12:13 Númer sem byrja á 0088 ekki öll slæm „Við höfum ekki fengið svona inn á borð hjá okkur," segir Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Vísi barst í gær tilkynning frá starfsmanni Símans þar sem varað er við því að hringja aftur í númer sem byrja á 0088, hafi fólk misst af símtali frá slíkum númerum. Um svikamyllu sé að ræða og fólk tapi þúsundum króna á símtalinu. 29.10.2008 12:04 Framlengdu frystingu á eignum Landsbankans Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöld að framlengja frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi þar til samkomulag hafi tekist milli Íslendinga og Breta um hvernig tryggja eigi breskar inneignir á Icesave-reikningum. 29.10.2008 12:00 160 látnir eftir skjálfta í Pakistan Að minnsta kosti hundrað og sextíu eru látnir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir suð vesturhluta Pakistans í nótt. Talið er að fjölmargir liggi grafnir í rústum húsa sem hrundu til grunna og óttast að tala látinna eigi eftir að snarhækka. 29.10.2008 11:46 Brotist inn í grunnskólann á Ísafirði Tilkynnt var um innbrot í húsnæði grunnskólans á Ísafirði við Austurveg í morgun. 29.10.2008 11:20 Ingibjörg segir bresk stjórnvöld hafa rústað Íslandi Breska blaðið Independent fullyrðir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi sent breskum þingmönnum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka. 29.10.2008 11:00 Vilja flýta breytingum á reglum um ferðatryggingar vegna falls Sterling Jafnaðarmenn í Danmörku þrýsta nú á dönsku ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um að ferðatryggingasjóður dekki allar tegundir ferða. 29.10.2008 10:50 Allt í lagi hjá Nova Vísir sagði frá því fyrir stundu að bilun hefði komið upp í farsímakerfi Nova. Nú er hinsvegar búið að komast fyrir þá bilun. 29.10.2008 10:08 Segir rekstur Iceland Express ganga vel Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir gjaldþrot danska flugfélagsins Sterling engin áhrif hafa á rekstur Iceland Express. Félögin eru bæði í eigu Fons en Matthías bendir á að engin fjárhagsleg tengsl séu á milli þeirra. 29.10.2008 09:57 Mótmælahópar sameinast á laugardag Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. 29.10.2008 09:36 Bilun hjá Nova Bilun hefur komið upp í farsímakerfi Nova sem lýsir sér þannig að ekki er hægt að hringja hefðbundin símtöl, en myndsímtöl og sms smáskilaboð virka. 29.10.2008 09:18 Sjá næstu 50 fréttir
Sakar Sjálftstæðisflokkinn um að halda þjóðinni í gíslingu Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sakar Sjálfstæðisflokkinn um að halda þjóðinni í gíslingu með því að neita að taka til umræðu Evrópumál. 29.10.2008 20:56
Þakkar guði fyrir að börn sín séu á lífi í kjölfar gassprengingar Faðir tveggja barna sem brenndust illa í gassprengingu í fyrrakvöld þakkar guði fyrir að börnin sín séu á lífi. Fjórtán ára dóttir hans er á batavegi en fimmtán ára sonur hans er enn á gjörgæslu. Börnin eru óþekkjanleg vegna brunasára. 29.10.2008 18:41
Skora á stjórnvöld að hækka atvinnuleysisbætur Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnvöld að hækka atvinnuleysisbætur hið fyrsta til þess að koma til móts við þá einstaklinga sem þegar hafa misst vinnuna og þann mikla fjölda sem býr við ótryggt atvinnuöryggi og gætu því staðið uppi atvinnulausir á næstu vikum og mánuðum. 29.10.2008 21:50
Elsti taílenski staður landsins lækkar verð Taílenski matsölustaðurinn Síam í Hafnarfirði hefur ákveðið að lækka verð á öllum sóttum réttum um þrjúhundruð krónur. Vinsælustu réttirnir fara úr 1790 krónum í 1490 krónur. 29.10.2008 21:32
Starfsgreinasambandið og Launanefnd sveitarfélaga hefja viðræður Starfsgreinasambandið hóf í dag formlegar viðræður við Launanefnd sveitarfélaga vegna nýs kjarasamnings. 29.10.2008 20:51
ESB trúðboð í boði ríkisins Þingmaður Framsóknarflokksins segir að ríkisbankinn Nýi Glitnir boði skoðun sem gengur þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar. 29.10.2008 20:45
Það ber feigðina í sér spili ráðherrar frítt Ríkisstjórnin þarf að leggja spilin á borðið og kynna stefnu sína og afla henni fylgis og hún verður að standa saman um hana, að mati Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Frjálslynda flokksins. ,,Það ber feigðina í sér ef einstakir ráðherrar ætla að spila frítt." 29.10.2008 20:15
Ekki óhugsandi að ráðherrar fjúki vegna fjármálakreppunnar Ekki er óhugsandi að ráðherrar fái að fjúka eftir uppgjör vegna bankahrunsins. Þetta er mat stjórnmálafræðings sem segir það vart óbreytanlega staðreynd að íslenskum ráðamönnum verði ekki haggað vegna gagnrýni. 29.10.2008 19:45
Undrast persónulegt skítkast Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, undrast hve grunnt er á persónulegu skítkasti hjá þeim sem tala eins og aðild að Evrópusambandinu sé eina bjargráð Íslendinga. 29.10.2008 19:15
Obama með forystuna í lykilríkjum Nýr Bandaríkjaforseti verður kosinn eftir sex daga. Kannanir sýna að demókratinn Barack Obama hefur ýmist forskot á repúblíkananna John McCain í helstu lykilríkjum eða þá að þeir eru hnífjafnir. 29.10.2008 19:15
Segir forystuna samstíga í Evrópumálum Geir Haarde segir forystu Sjálfstæðisflokksins samstíga í afstöðu til Evrópumála, en varaformaður flokksins vill að Evrópusambandsaðild og upptaka Evru verði tekin til alvarlegrar skoðunar. 29.10.2008 19:11
Geir: Óveiðgandi að persónugera vandann Forsætisráðherra segir engin áform um að víkja Davíð Oddssyni seðlabankastjóra þrátt fyrir mótmæli fólks og afgerandi niðurstöðu skoðanakönnunar um að hann njóti lítils trausts. 29.10.2008 18:55
Tilboð Landsbankans til Seðlabankans var örþrifaráð Tilboð Björgólfs Thors og Landsbankamanna til Seðlabankans um sameiningu við Glitni - er fráleitt örþrifaráð manna sem voru í afneitun fram á síðustu stundu, segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði. Björgólfur hugðist með þessu gefa saman tvo dauðvona sjúklinga, hjónabandið hefði orðið stutt og þeim varla barna auðið, segir þrautreyndur bankamaður. 29.10.2008 18:36
Uppsagnir hjá BYGG: Enn eitt áfallið „Þetta er enn eitt áfallið á byggingamarkaði,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar um uppsagnir hjá byggingafyrirtækinu BYGG. „Þetta er viðbót við hina 400 sem við vissum um þannig að þetta fer að nálgast 600 manns sem hafa misst vinnuna í þessari hrinu,“ segir hann. Hann segir stýrivaxtahækkun hafa endanlega gert út um vonir manna til að halda einhverju atvinnulífi hér gangandi. 29.10.2008 17:50
Sótti fund hinnar Norðlægu víddar ESB í Rússlandi Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sótti í gær fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, fyrsta utanríkisráðherrafund hinnar Norðlægu víddar Evrópusambandsins, sem haldin var í Sankti Pétursborg í boði Rússlands. 29.10.2008 17:47
Árni vill skoða upptöku færeyskrar krónu Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði það til á Alþingi í dag að skoðað yrði að taka upp færeyska krónu í samfloti með Færeyingum. 29.10.2008 17:13
BYGG segir upp 160 - Nánast öllum hefur verið sagt upp Byggingafyrirtækið BYGG sagði í dag um 160 starfsmönnum upp störfum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu fyrr í dag. 29.10.2008 16:43
Fjölmargar fregnir af uppsögnum úti á landi Þær berast ört fréttirnar af uppsögnum víða á landinu þessa dagana. Á vef stéttarfélagsins Bárunnar á Suðurlandi kemur fram að samkvæmt heimildum félagsins hafi tvö fyrirtæki í byggingaiðnaði á Selfossi ákveðið að segja öllu sínu starfsfólki upp störfum. 29.10.2008 16:31
Íslensk stjórnvöld í óformlegum samskiptum við Kínverja um lán Íslensk stjórnvöld hafa verið í óformlegum samskiptum við Kínverja um hugsanlegt lán. Þetta staðfesti Geir H. Haarde forsætisráðhera í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag. 29.10.2008 16:20
Óttast að tala látinna eigi eftir að hækka verulega Hátt á annað hundrað manns fórust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir suðvestur Pakistan í dag og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Rauði krossinn óttast að þessar tölur eigi eftir að hækka verulega. „Jarðskjálftarnir mældust á bilinu 6,2-6,4 á Richter og ollu mestri eyðileggingu í Balukistanhéraði sem liggur við landamæri Afganistans,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Íslenskur liðsmaður samtakanna er í Peshawar í Pakistan. 29.10.2008 15:52
Segir LÍN brjóta jafnræðisreglu Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, sendi á dögunum fyrirspurn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sökum meints brots á jafnræðisreglu. 29.10.2008 15:42
Skjálfti ekki eins stór og listinn sýndi Jarðskjálfti varð við Goðabungu um klukkan hálfþrjú í dag og reyndist hann rúmlega tveir á Richter en ekki 3,2 eins og jarðskjálftalisti á heimasíðu Veðurstofunnar gaf til kynna. 29.10.2008 15:25
Geir segir stýrivaxtahækkun hafa verið óhjákvæmilega Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi verið óhjákvæmileg. Hún hafi ekki verið skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur samkomulag á milli ríkisstjórnarinnar og sjóðsins. Þetta er það sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra hafa sagt. 29.10.2008 15:13
Bresk stjórnvöld tilkynna frekari björgunaraðgerðir á morgun Bresk stjórnvöld kynna á morgun áætlun um aukin lán til minni fyrirtækja í landinu. Evrópski fjárfestingarbankinn gæti komið að þeim aðgerðum. 29.10.2008 15:03
Kallað eftir afstöðu stjórnarflokkanna til stýrivaxtahækkunarinnar Kallað var eftir svörum við því hvort stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær nyti stuðning ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í umræðum á Alþingi í dag. 29.10.2008 14:25
Stýrivaxtahækkun ekki skilyrði IMF heldur tillaga ríkisstjórnarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í 18 prósent hafi ekki verið „ákvörðun eða skilyrði" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í viðtali við hana á RÚV í hádeginu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, tók í sama streng í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði engin skilyrði hafa verið sett fyrir þessu af hálfu sjóðsins. Hins vegar sé hækkunin í samræmi við það samkomulag sem gert var við IMF. 29.10.2008 14:23
Bifröst býður Færeyingum ókeypis skólavist á næsta ári Í ljósi þeirrar miklu velvildar sem að Færeyingar hafa sýnt íslensku þjóðinni undanfarið hefur Háskólinn á Bifröst ákveðið að bjóða tveimur færeyskum námsmönnum upp á skólavist endurgjaldslaust, á næsta skólaári. 29.10.2008 14:10
Luku lofsorði á lán Færeyinga Þingmenn luku í dag lofsorði á þá ákvörðun Færeyinga að bjóða Íslendingum lán vegna þeirra erfiðleika sem gengið hefðu yfir. 29.10.2008 14:08
Rannsókn á tveimur stórum fíkniefnamálum að ljúka Rannsókn á tveimur stórum fíkniefnamálum sem upp hafa komið á þessu ári er á lokastigi en bæði tengjast þau smygli með bílum í Norrænu. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er þó ekki hægt að tilgreina nákvæmlega hvenær rannsókn lýkur en í framhaldinu verða málin send saksóknara. 29.10.2008 13:20
Snarpur eftirskjálfti í Pakistan Allsnarpur eftirskjálfti skók Balúkistanhérað í suðvesturhluta Pakistans fyrir stundu. 29.10.2008 12:57
Stjórnvöld styðji við menntun og þekkingarsköpun í kreppunni Stúdentaráð Háskóla Íslands segir mikilvægt að styðja vel við menntamál og þekkingarsköpun í núverandi kreppu til þess að stuðla að viðreisn og nýjum tímum. 29.10.2008 12:46
Opna símamiðstöð til að berjast fyrir málstað Íslendinga Í tengslum við heimasíðuna indefence hefur verið opnuð símamiðstöð, þar sem námsmönnum býðst að hringja frítt í vini sína og ættingja erlendis til að vekja athygli á málstað íslensku þjóðarinnar gagnvart breskum stjórnvöldum. 29.10.2008 12:30
Ingibjörg skrifaði ekki bréf til breskra þingmanna Vísir sagði frá því í morgun að breska blaðið Independent fullyrði að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi skrifað breskum þingmönum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka. Samkvæmt upplýsingum frá Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins skrifaði Ingibjörg hinsvegar ekkert bréf. 29.10.2008 12:22
Segir Seðlabankann að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi Seðlabankinn er vísvitandi að setja af stað fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi, segir formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar um hækkun stýrivaxta í gær. Jafnvel stöndugustu sjávarútvegsfyrirtæki eru nú sögð berjast upp á líf og dauða. 29.10.2008 12:15
Um 70 sagt upp hjá Formaco Formaco hefur sagt upp öllum starfssamningum, um 70 talsins, vegna samdráttar á byggingarmarkaði og erfiðleika á gjaldeyrismarkaði. 29.10.2008 12:13
Númer sem byrja á 0088 ekki öll slæm „Við höfum ekki fengið svona inn á borð hjá okkur," segir Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Vísi barst í gær tilkynning frá starfsmanni Símans þar sem varað er við því að hringja aftur í númer sem byrja á 0088, hafi fólk misst af símtali frá slíkum númerum. Um svikamyllu sé að ræða og fólk tapi þúsundum króna á símtalinu. 29.10.2008 12:04
Framlengdu frystingu á eignum Landsbankans Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í gærkvöld að framlengja frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi þar til samkomulag hafi tekist milli Íslendinga og Breta um hvernig tryggja eigi breskar inneignir á Icesave-reikningum. 29.10.2008 12:00
160 látnir eftir skjálfta í Pakistan Að minnsta kosti hundrað og sextíu eru látnir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir suð vesturhluta Pakistans í nótt. Talið er að fjölmargir liggi grafnir í rústum húsa sem hrundu til grunna og óttast að tala látinna eigi eftir að snarhækka. 29.10.2008 11:46
Brotist inn í grunnskólann á Ísafirði Tilkynnt var um innbrot í húsnæði grunnskólans á Ísafirði við Austurveg í morgun. 29.10.2008 11:20
Ingibjörg segir bresk stjórnvöld hafa rústað Íslandi Breska blaðið Independent fullyrðir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi sent breskum þingmönnum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka. 29.10.2008 11:00
Vilja flýta breytingum á reglum um ferðatryggingar vegna falls Sterling Jafnaðarmenn í Danmörku þrýsta nú á dönsku ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um að ferðatryggingasjóður dekki allar tegundir ferða. 29.10.2008 10:50
Allt í lagi hjá Nova Vísir sagði frá því fyrir stundu að bilun hefði komið upp í farsímakerfi Nova. Nú er hinsvegar búið að komast fyrir þá bilun. 29.10.2008 10:08
Segir rekstur Iceland Express ganga vel Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir gjaldþrot danska flugfélagsins Sterling engin áhrif hafa á rekstur Iceland Express. Félögin eru bæði í eigu Fons en Matthías bendir á að engin fjárhagsleg tengsl séu á milli þeirra. 29.10.2008 09:57
Mótmælahópar sameinast á laugardag Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. 29.10.2008 09:36
Bilun hjá Nova Bilun hefur komið upp í farsímakerfi Nova sem lýsir sér þannig að ekki er hægt að hringja hefðbundin símtöl, en myndsímtöl og sms smáskilaboð virka. 29.10.2008 09:18