Innlent

Opna símamiðstöð til að berjast fyrir málstað Íslendinga

Í tengslum við heimasíðuna indefence hefur verið opnuð símamiðstöð, þar sem námsmönnum býðst að hringja frítt í vini sína og ættingja erlendis til að vekja athygli á málstað íslensku þjóðarinnar gagnvart breskum stjórnvöldum.

Símamiðstöðin er til húsa í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti. Vodafone hefur sett upp 10 síma sem eru opnir til úthringinga um allan heim og Kaffitár býður veitingar. Aðstandendur átaksins treysta því að námsmenn komi myndarlega til liðs við þennan áríðandi málstað þjóðarinnar og fjölmenni í símamiðstöðina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×