Erlent

160 látnir eftir skjálfta í Pakistan

Að minnsta kosti hundrað og sextíu eru látnir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir suð vesturhluta Pakistans í nótt. Talið er að fjölmargir liggi grafnir í rústum húsa sem hrundu til grunna og óttast að tala látinna eigi eftir að snarhækka.

Skjálftinn mældist á bilinu 6,4-6,5 á Richter. Upptök hans eru um sextíu kílómetrum norðaustur af Quetta, höfuðborg Balúkisanhéraðs í suðvestur hluta landsins, nærri landamærunum að Afganistan.

Hús hrundu til grunna eða urðu undir skriðuföllum vegna skjálftans.Björgunarsveitir eru komnar á vettvang og reyna að bjarga fólki úr rústum húsa og hlúa að slösuðum. Talið er að mörg hundruð manns hafi slasast og fjölmargir liggi grafnir í rústum húsa og því óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.

Einnig er talið að um fimmtán þúsund manns hið minnsta hafi misst heimili sín.

Jarðskjálftar eru tíðir í Pakistan. Skjálftinn í nótt stefnir í að verða sá mannskæðasti síðan jarðskjálfti skók norðurhluta landsins í okótber 2005. Sá mældist 7,6 á Richter og var áttatíu þúsund manns að bana en um leið misstu mörg hundruð þúsund Pakistanar heimili sín.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×