Innlent

Segir LÍN brjóta jafnræðisreglu

Hildur Björnsdóttir, stúdentaráðsliði Vöku.
Hildur Björnsdóttir, stúdentaráðsliði Vöku.

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, sendi á dögunum fyrirspurn til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sökum meints brots á jafnræðisreglu.

Vaka fullyrðir að í úthlutunarreglum LÍN sé jafnræðis ekki gætt milli íslenskra skiptinema erlendis og íslenskra nema í föstu námi erlendis.

,,Þessi mismunun veldur því að íslenskir skiptinemar erlendis sem sækja um framfærslulán neyðast til að taka á sig gengistap sem fellur hins vegar ekki á íslenska nema í föstu námi erlendis," segir í fyrirspurninni.

Félagið segist ekki sjá að um málefnanlega mismunun sé að ræða og krefst þess að úthlutunarreglunum verði breytt á þann veg að útborgun námslána miði í báðum tilfellum við gengi útborgunardags.

Fyrirspurnina í heild sinni er hægt að lesa hér.






Tengdar fréttir

Námsmenn erlendis fái 500.000 króna neyðarlán

Garðar Stefánsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir forsendur úthlutunarreglna LÍN fyrir veturinn 2008-2009 brostnar. Í bréfi sem sent hefur verið menntamála- og fjármálaráðherra kemur fram að íslenskir námsmenn erlendis séu í miklum kröggum þar sem lán þeirra og sjálfsafafé dugi ekki lengur fyrir skjólagjöldum og lágmarksframfræslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×