Innlent

Bifröst býður Færeyingum ókeypis skólavist á næsta ári

Í ljósi þeirrar miklu velvildar sem að Færeyingar hafa sýnt íslensku þjóðinni undanfarið hefur Háskólinn á Bifröst ákveðið að bjóða tveimur færeyskum námsmönnum upp á skólavist endurgjaldslaust, á næsta skólaári.

 

Í tilkynningu um málið segir að Háskólinn á Bifröst muni kynna þetta sérstaklega fyrir menntamálaráðherra Færeyja á allra næstu dögum.

 

"Við erum afar meðvituð um að þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Færeyingar veita Íslendingum aðstoð á erfiðum tímum. M.a. voru umfangsmiklar fjársafnanir í Færeyjum eftir snjóflóðið á Súðavík og eftir eldgosið í Vestmannaeyjum. Þetta er því leið Háskólans á Bifröst til þess að sýna þessari góðu nágrannaþjóð þakklæti." segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×