Innlent

Íslensk stjórnvöld í óformlegum samskiptum við Kínverja um lán

MYND/Vilhelm

Íslensk stjórnvöld hafa verið í óformlegum samskiptum við Kínverja um hugsanlegt lán. Þetta staðfesti Geir H. Haarde forsætisráðhera í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.

Hann sagði þó að ekki hefði verið óskað formlega eftir láni. Aðspurður hvort Kínverjar hefðu tekið illa í málaleitanina vegna gagnrýni íslenskra stjórnvalda á mannréttindamál í Kína sagðist Geir ekki getað svarað því því málið væri ekki komið á neitt slíkt stig.

Íslensk stjórnvöld hafa víða leitað hófanna um lán. Fram hefur komið að beðið sé eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á tvo milljarða dollara og þá hefur forsætisráðherra falast eftir láni frá hinum norrænu ríkjunum. Enn fremur hefur Seðlabankinn leitað eftir láni hjá Rússum og Seðlabönkum Evrópu og Bandaríkjanna.

Rætt verður frekar við Geir H. Haarde forsætisráðherra um stöðu efnahagsmála í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×