Innlent

Ingibjörg skrifaði ekki bréf til breskra þingmanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Vísir sagði frá því í morgun að breska blaðið Independent fullyrði að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi skrifað breskum þingmönum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka. Samkvæmt upplýsingum frá Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins skrifaði Ingibjörg hinsvegar ekkert bréf.

Um er að ræða ávarp sem sendiherra Íslands í Bretlandi hélt fyrir hennar hönd í hópi nokkurra breskra þingmanna.

Þingmönnum bauðst afrit af ávarpinu og telur Urður að misskilningurinn sé þaðan kominn.

 














Tengdar fréttir

Ingibjörg segir bresk stjórnvöld hafa rústað Íslandi

Breska blaðið Independent fullyrðir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi sent breskum þingmönnum bréf þar sem hún fordæmir notkun þarlendra stjórnvalda á hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenskra banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×