Innlent

Skjálfti ekki eins stór og listinn sýndi

Frá Veðurstofu Íslands.
Frá Veðurstofu Íslands. MYND/Anton

Jarðskjálfti varð við Goðabungu um klukkan hálfþrjú í dag og reyndist hann rúmlega tveir á Richter en ekki 3,2 eins og jarðskjálftalisti á heimasíðu Veðurstofunnar gaf til kynna.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að jarðskjálftar af þessari stærð verði oft á þessum slóðum. Í þessu tilfelli var það truflun á einni stöð sem gerði það að verkum að hann fékk þessa stærð í sjálfvirkninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×