Innlent

Númer sem byrja á 0088 ekki öll slæm

sev skrifar
„Við höfum ekki fengið svona inn á borð hjá okkur," segir Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Vísi barst í gær tilkynning frá starfsmanni Símans þar sem varað er við því að hringja aftur í númer sem byrja á 0088, hafi fólk misst af símtali frá slíkum númerum. Um svikamyllu sé að ræða og fólk tapi þúsundum króna á símtalinu.

Margrét segir vissulega gott að hafa varann á þegar fólki missir af símtali úr númerum sem það kannast ekki við, og oft sé betra að láta hringja í sig aftur. Það sé þó hættulegt að alhæfa um númerin sem byrja á 0088. „Það ber að hafa í huga að það eru nokkur landssvæði sem byrja á þessu númeri, sem og númer í Irridium gervihnattasímum, sem meðal annars eru notaðir úti á sjó," segir Margrét.

Númer sem byrja á 0088 eru meðal annars í Taiwan, í fyrrnefndum gervihnattasímum, og í símkerfum hjálparsamtaka.




Tengdar fréttir

Símasvindl: Ekki hringja tilbaka í 0088

Síminn varar fólk við að hringja til baka í númer sem byrja á 0088. Það landsnúmer er ekki til en fólk er rukkað um þúsundir króna þegar hringt er í númerin. Undanfarið hefur borið á því að fólk fær hringingu úr þessum númerum, 1-2 stuttar hringingar, og þegar hringt er tilbaka tapar fólk þúsundum króna á þessu eina símtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×