Fleiri fréttir

Umferð dregst saman fimmta mánuðinn í röð

Fimmta mánuðin í röð dregst umferð saman. Þó dró örlítið minna úr umferð í ágústmánuði en mánuðina á undan þegar umferðin dróst saman um allt að 5,6 prósent í júní sé miðað við mánuðina á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Þingmenn og ráðherrar verði skyldaðir til að opinbera fjárhagsleg tengsl

Mikilvægt er að þingmenn og ráðherrar séu skyldaðir til að gera opinber öll fjárhagsleg tengsl til að auka trúverðugleika stjórnmálamanna að mati varaformanns Vinstri grænna. Samfylkingin útilokar ekki að slíkt verði gert að skyldu en sjálfstæðismenn eiga enn eftir að taka afstöðu til málsins.

Tveir yfirheyrðir vegna mannsláts á Skúlagötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrir nú tvo menn vegna rannsóknar á andláti manns, sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu í Reykjavík í gærkvöldi,- með höfuðáverka.

Vill láta kjósa um framtíð flugvallar í mars á næsta ári

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, vill að kosið verði á ný í mars á næsta ári um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þá vill hann að allar upplýsingar um kostnað vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í hennar eigu verði lagðar fram.

Össur atast í stjórnarandstöðunni

Iðnaðarráðherra sendir forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna tóninn í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Þing hefst í dag að nýju eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál er eina málið á dagskrá.

Heimilisfaðirinn talinn hafa myrt og kveikt í

Breska lögreglan telur líklegast að auðmaðurinn Christopher Foster hafi myrt konu sína og dóttur, skotið húsdýr sín og svo kveikt í sveitasetri þeirra og framið sjálfsmorð.

Nafnleynd umsækjenda ámælisverð

Álfheiður Ingadóttir segir ámælisvert að umsækjendum um forstjórastöður opinbera fyrirtækja sé heitið nafnleynd. ,,Stjórnsýslan á að vera gagnsæ í orkufyrirtækjum í eigu almennings. Það eiga ekki að vera neinar undantekningar þar."

Birkirúnnstykki mælast á eiturlyfjaprófi

Danska verslunarkeðjan Netto setti í vikunni á markað eiturlyfjapróf sem áhyggjufullir foreldrar geta notað til að fylgjast með eiturlyfjaneyslu barna sinna. Prófið mælir þó sitthvað fleira.

Þrír fellibyljir í farvatninu

Þrátt fyrir að mestur vindur sé úr fellibylnum Gústaf í Bandaríkjunum er fellibyljatímabilinu í og við Norður-Ameríku fjarri því lokið.

Forsetinn fundaði með Jórdaníukonungi

Orkumál og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Abdullah annar Jórdaníukonungur ræddu á fundi sínum nýverið.

Hafði verið saknað í þrjá daga

Maðurinn sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í gærkvöld fannst ekki fyrr en vinir hans voru farnir að hafa áhyggjur af honum. Þeir höfðu þá ekki heyrt í manninum í þrjá daga. Þetta segir nágranni mannsins sem Vísir ræddi við í morgun.

Nærri fimm þúsund fleiri fluttu til landsins en frá því

Ríflega 4700 fleiri fluttu til landsins en frá því á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Nema aðfluttir umfram brottflutta á þessum tíma um einu og hálfu prósenti af íbúafjölda landsins.

Fótboltabullur eru vaxandi vandamál í Danmörku

Fótboltabullur og harður kjarni stuðningsmanna stærstu fótboltaliðanna í Danmörku valda lögregluyfirvöldum þar í landi vaxandi áhyggjum. Ofbeldisverk meðal þessara hópa fara vaxandi og ofbeldið verður sífellt grófara.

Mikill skortur á konum í sveitum Serbíu

Mikill skortur á konum í sveitum Serbíu hefur leitt til þess að stjórnvöld þar í landi áforma nú að flytja 250 þúsund konur, og vonandi brúðir, til landsins til að bregðast við ástandinu.

Neyðarástand í Bangkok

Neyðarástandi hefur verið lýst í Bangkok höfuðborg Taílands eftir mikil átök þar í nótt milli stuðingsmanna stjórnvalda og stuðningsmanna Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra landsins.

Lögreglan rannsakar andlát við Skúlagötuna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort áverkar á höfði manns, sem fannst látinn í íbúð sinni við Skúlagötu í Reykjavík um kvöldmatarleitið í gær, kunni að vera af manna völdum.

Einn hefur látist í mótmælum í Bangkok

Einn hefur farist og fjöldi manna hefur slasast í átökum á milli stuðningsmanna Samaks Sundervej, forsætisráðherra í Tælandi, og stjórnarandstæðinga. Þeir síðarnefndu hafa mótmælt í stjórnarráðsbyggingunni í Bangkok undanfarna daga.

Efnahags- og atvinnumál verða áberandi á haustþingi

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að alvarleg staða í atvinnumálum þjóðarinnar og bágborið efnahagsástand verði megin umræðuefnið á þingfundum sem fram fara næstu tvær vikurnar.

Hanna Birna: Tíminn vinnur með okkur

„Þetta er allt á réttri leið og augljóst að tíminn vinnur með okkur. Ég átti alltaf von á því að það tæki tíma að vinna fylgið aftur," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir um nýja skoðanakönnun á fylgi við meirihluta Sjálfstæðisflokks og framsóknarmanna í borgarstjórn.

Einhugur á félagsfundi ljósmæðra

Ljósmæður sjá fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru en vilji ljósmæðra er eftir sem áður að semja sem fyrst. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var við dynjandi lófatak á félagsfundi Ljósmæðrafélagsins nú undir kvöld.

Bílvelta á Skógarstrandavegi

Smábíll velti á Skógarstrandavegi, í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi, um klukkan hálffjögur í dag. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en ekki er ljóst hversu mikil meiðsl hans voru.

Dóttir Palin á von á barni

Sautján ára gömul dóttir Söru Palin, sem nýlega var valin varaforsetaefni Johns McCain, á von á barni. Sara upplýsti almenning um þetta í dag.

Sviku fé út af kortum Skagfirðinga

Lögreglan á Sauðárkróki rannsakar ásamt lögreglunni á Akureyri hvernig glæpamönnum tókst að svíkja um tvær milljónir króna út af kreditkortum. Svo virðist sem að þeir hafi komist yfir kreditkortanúmerin í Skagafirði og notað þau svo til að kaupa vörur í Bandaríkjunum.

Helmingur ökumanna ók of hratt í skólahverfi

Þrjátíu og þrír ökumenn óku of hratt í Breiðumýri á Álftanesi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðumýri í suðurátt, á móts við Álftanesskóla í eina klukkustund eftir hádegi.

Indverskur gúru vill messa við setningu Alþingis

Indverskur trúarleiðtogi, Rajan Zed að nafni, hefur óskað eftir því að hann fái að fara með bænir úr fornum trúarritum hindúa fyrir setningu Alþingis þann 1. október næstkomandi. Frá þessu er greint á vefmiðlinum merinews.com. Þar er sagt frá því að Zed hafi borist svar við fyrirspurn sinni frá Þorsteini Magnússyni, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis, þar sem beiðninni er hafnað.

Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag

Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Gústaf genginn á land

Fellibylurinn Gústaf gekk á land nærri bænum Cocodrie í Louisiana fyrir stundu og er enn annars stigs fellibylur. Ekki er búist við að styrkur hans aukist en mikill viðbúnaður er vegna komu hans.

Sjá næstu 50 fréttir