Erlent

Mikill skortur á konum í sveitum Serbíu

Mikill skortur á konum í sveitum Serbíu hefur leitt til þess að stjórnvöld þar í landi áforma nú að flytja 250 þúsund konur, og vonandi brúðir, til landsins til að bregðast við ástandinu.

Félagsmálayfirvöld í Serbíu hafa þegar rætt við yfirvöld í Úkraníu, Moldovíu og Rússlandi auk nokkurra Asíulanda um flutning á kvennkostum þaðan til Serbíu.

Félagsmálaráðherra Serbíu segir að um 250.000 ungir karlmenn búi einir í sveitum og þorpum landsins og sár vanti konur. Ef ekkert verði aðgert muni þorpin leggjast í eyði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×