Erlent

Birkirúnnstykki mælast á eiturlyfjaprófi

Danska verslunarkeðjan Netto setti í vikunni á markað eiturlyfjapróf sem áhyggjufullir foreldrar geta notað til að fylgjast með eiturlyfjaneyslu barna sinna. Prófið mælir þó sitthvað fleira.

Dagblaðið 24timer gerði tilraun með prófið, þar sem kom fram að ekki þyrfti að neyta meira en 2-3 birkirúnnstykkja til að það mældist jákvætt. Fræin sem skreyta rúnnstykkin koma úr valmúaplöntunni, en úr henni er heróín einnig unnið. Tekið er fram í notendaleiðbeiningum með prófinu að neysla á miklu magni valmúafræja geti gefið jákvæða niðurstöðu.

Henrik Rindom, yfirlækni á sjúkrahúsinu í Hvidovre, telur þetta ekki vera líklegt til að bæta samskipti unglinga og foreldra þeirra. „Ef að foreldrar vilja setja börnin sín í eiturlyfjapróf er það vegna þess að þau eru ósátt við börnin, og því líklegra að þau trúi prófinu en þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×