Vill láta kjósa um framtíð flugvallar í mars á næsta ári 2. september 2008 11:53 Ólafur F. Magnússon flytur tvær tillögur í borgarstjórn í dag. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, vill að kosið verði á ný í mars á næsta ári um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þá vill hann að allar upplýsingar um kostnað vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í hennar eigu verði lagðar fram. Þessar tvær tillögur hyggst Ólafur leggja fram á fundi borgarstjórnar í dag. Í tilkynningu frá Ólafi segir að markmiðið með endurteknum kosningum um flugvallarmálið sé að að ákvörðun um framtíð flugvallarins endurspegli vilja meirihluta borgarbúa. Bendir hann á að aðeins 37 prósent atkvæðisbærra borgarbúa hafi neytt atkvæðisréttar síns í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001. Þar af hafi 49 prósent flugvöllinn á brott en 48 prósent að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Þannig byggja borgaryfirvöld í Reykjavík áætlanir um flutning Reykjavikurflugvallar á atkvæðum innan við 19% kosningabærra borgarbúa," segir í greinargerð með tillögunni. Það sé óverjandi að byggja áætlanir um flutning vallarins á svo litlu hlutfalli Reykvíkinga þegar það virðist ljóst að meirihluti borgarbúa og yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé á móti flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Villandi umræða um launa- og ráðningarmál Þá leggur Ólafur til að borgarstjórn samþykki að gerð sé grein fyrir heildarlaunagreiðslum, ferða- og dagpeningakostnaði, risnu- og veislukostnaði, símgreiðslum og öðrum kostnaði vegna borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa, helstu embættismanna borgarinnar, ásamt stjórnarmönnum, helstu embættismönnum og stjórnendum fyrirtækja í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar fyrir árin 2005-2008. Einnig sé birtur listi yfir þá einstaklinga hjá borginni og fyrirtækjum hennar sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarleg heildarlaun árin 2005, 2006, 2007 og 2008. Jafnframt verði birtar upplýsingar um áðurgreindar greiðslur árlega héðan í frá. Í greinargerð með tillögunni segir að í tíð fráfarandi meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks hafi átt sér stað mjög villandi umræða um launa- og ráðningarmál, ferða- og dagpeningakostnað, risnu- og veislukostnað og annan kostnað vegna starfa kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í meirihlutaeigu hennar. Erfitt hafi reynst að fá samstöðu innan fráfarandi meirihluta um að opna þessi mál fyrir almenningi, sem sé hinn raunverulegi eigandi fyrirtækja borgarinnar og veiti kjörnum fulltrúum umboð til að starfa fyrir opnum tjöldum með hagsmuni almennings að leiðarljósi. „Tillöguflytjandi telur að samþykkt þessarar tillögu geti aukið trúverðugleika borgarstjórnar og tekið af allan vafa um það að fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar sæti sömu reglum og eftirliti og önnur starfsemi borgarinnar. Jafnframt verði ljóst hvaða öfl í borgarstjórn standi fyrir mestum kostnaði hjá borginni og þá þarf m.a. að athuga með slíkan kostnað hjá kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum borgarinnar, sem eru hvorki borgarfulltrúar né varaborgarfulltrúar," segir enn fremur í greinargerðinni. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, vill að kosið verði á ný í mars á næsta ári um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þá vill hann að allar upplýsingar um kostnað vegna kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í hennar eigu verði lagðar fram. Þessar tvær tillögur hyggst Ólafur leggja fram á fundi borgarstjórnar í dag. Í tilkynningu frá Ólafi segir að markmiðið með endurteknum kosningum um flugvallarmálið sé að að ákvörðun um framtíð flugvallarins endurspegli vilja meirihluta borgarbúa. Bendir hann á að aðeins 37 prósent atkvæðisbærra borgarbúa hafi neytt atkvæðisréttar síns í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001. Þar af hafi 49 prósent flugvöllinn á brott en 48 prósent að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. „Þannig byggja borgaryfirvöld í Reykjavík áætlanir um flutning Reykjavikurflugvallar á atkvæðum innan við 19% kosningabærra borgarbúa," segir í greinargerð með tillögunni. Það sé óverjandi að byggja áætlanir um flutning vallarins á svo litlu hlutfalli Reykvíkinga þegar það virðist ljóst að meirihluti borgarbúa og yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé á móti flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Villandi umræða um launa- og ráðningarmál Þá leggur Ólafur til að borgarstjórn samþykki að gerð sé grein fyrir heildarlaunagreiðslum, ferða- og dagpeningakostnaði, risnu- og veislukostnaði, símgreiðslum og öðrum kostnaði vegna borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa, helstu embættismanna borgarinnar, ásamt stjórnarmönnum, helstu embættismönnum og stjórnendum fyrirtækja í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar fyrir árin 2005-2008. Einnig sé birtur listi yfir þá einstaklinga hjá borginni og fyrirtækjum hennar sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarleg heildarlaun árin 2005, 2006, 2007 og 2008. Jafnframt verði birtar upplýsingar um áðurgreindar greiðslur árlega héðan í frá. Í greinargerð með tillögunni segir að í tíð fráfarandi meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks hafi átt sér stað mjög villandi umræða um launa- og ráðningarmál, ferða- og dagpeningakostnað, risnu- og veislukostnað og annan kostnað vegna starfa kjörinna fulltrúa og embættismanna Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í meirihlutaeigu hennar. Erfitt hafi reynst að fá samstöðu innan fráfarandi meirihluta um að opna þessi mál fyrir almenningi, sem sé hinn raunverulegi eigandi fyrirtækja borgarinnar og veiti kjörnum fulltrúum umboð til að starfa fyrir opnum tjöldum með hagsmuni almennings að leiðarljósi. „Tillöguflytjandi telur að samþykkt þessarar tillögu geti aukið trúverðugleika borgarstjórnar og tekið af allan vafa um það að fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar sæti sömu reglum og eftirliti og önnur starfsemi borgarinnar. Jafnframt verði ljóst hvaða öfl í borgarstjórn standi fyrir mestum kostnaði hjá borginni og þá þarf m.a. að athuga með slíkan kostnað hjá kjörnum fulltrúum í nefndum og ráðum borgarinnar, sem eru hvorki borgarfulltrúar né varaborgarfulltrúar," segir enn fremur í greinargerðinni.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira