Fleiri fréttir

Ók 160 kílómetra til að jafna um verkalýðsforingja

Það varð uppi fótur og fit á skrifstofu AFLs Starfsgreinafélags á Egilsstöðum þegar vertinn á Café Margaret á Breiðdalsvík réðst á framkvæmdastjóra félagsins, Sverri Mar Albertsson. Í frétt í 24 stundum á dögunum greint frá því að veitingamaðurinn borgi veitingastúlkum sínum lág laun auk þess sem þau séu ekki gefin upp til skatts. Í fréttinni var vitnað í Sverri og veitingamanninum Horst Muller gramdist það svo mjög að hann lagði á sig 160 kílómetra ökuferð til þess eins að ráðast á hann. Árásin verður kærð til sýslumanns.

Sjö sagt upp í stjórnsýslu heilsugæslunnar

Sjö starfsmönnum sem unnu við stjórnsýslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var sagt upp um mánaðamótin og er hluti þeirra þegar hættur. Forstjóri heilsugæslunnar segir uppsagnirnar ekki koma niður á þjónustu heilsugæslunnar.

Veiðimenn á Austfjörðum með allt á hreinu

Menn á gæsa- og hreindýraveiðum í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði um helgina virðast hafa farið að lögum og reglum í hvívetna ef marka má frétt lögreglunnar.

Styrkur Gústafs ekki eins mikill og búist var við

Fellibylurinn Gústaf breyttist úr þriðja stigs fellibyl í annars stigs byl nú í morgun og ólíklegt er að hann styrkist áður en hann gengur á land við suðurströnd Bandaríkjanna. Frá þessu greindi fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna nú eftir hádegið.

Forsetinn fundaði með Yunus í Bangladess

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók um helgina þátt í alþjóðlegu þingi um loftslagsbreytingar í Bangladess þar sem hann flutti lokaræðuna.

Forsætisráðherra Japans segir af sér

Yasuo Fukuda tilkynnti fyrir stundu um afsögn sína sem forsætisráðherra Japans. Stuðningur við ríkisstjórnina í skoðanakönnunum hefur dregist verulega saman frá því að Fukuda tók við af Shinzo Abe fyrir rétt tæpu ári.

Með hass á Hótel Hilton

27 ára Reykvíkingur játaði í dag í héraðsdómi Reykjavíkur að hafa ætlað selja rúm 200 grömm af hassi sem fundust við leit á manninum á Akureyri annars vegar og í Reykjavík hins vegar.

Írakar taka við stjórn Anbar-héraðs

Bandaríski herinn afhenti stjórn Anbar-héraðs í Írak til heimamanna í dag og lauk þannig stormasömum og ofbeldisfullum kafla í hernámi landsins.

Fangar fá frið frá forvitnum í Kópavogi

Vegfarendendur á Kópavogsbraut hafa tekið eftir því að girðingin umhverfis fangelsið sem staðsett er í götunni hefur verið klædd með striga. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsana á höfuðborgarsvæðinu segir að fangarnir hafi farið fram á að þetta yrði gert til þess að koma í veg fyrir að forvitin augu gætu horft á þá þegar þeir eru í garðinum.

Lést í bílslysi í Mjóafirði

Maðurinn sem lést í bílslysi í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi síðastliðinn föstudag hét Boguslaw Jozef Papierkowski.

Vilja að allir nemar fái frítt í strætó

Vinstri grænir vilja að allir námsmenn fái frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Flokksráðfundur VG sem haldinn var um helgina beinir því til sveitarfélaganna á höfuðborginu að gæta jafnræðis og veita öllum námsmönnum frítt í strætó þó þeir hafi lögheimili í öðrum sveitarfélögum.

Heildarvelta í smásölu um 274 milljarðar í fyrra

Heildarvelta í smásöluverslun í fyrra nam rúmum 274 milljörðum króna og jókst um nærri ellefu prósent frá árinu 2006. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gefur út.

Vonast til að Íslendingur losni úr haldi í Reno í vikunni

Vonir standa til að íslenskur karlmaður, Fannar Gunnlaugsson, sem setið hefur í fangelsi í mánuð í Bandaríkjunum fyrir að hafa skilað dvalarleyfispappírum aðeins of seint, losni úr haldi í vikunni. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Segjast hafa fellt 220 talibana í Helmand

Talsmenn hersveita Bandaríkjanna í Afganistan greindu frá því í morgun að þeir hefðu fellt um 220 talibana í aðgerð í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í síðustu viku. Er þetta einn mesti fjöldi uppreisnarmanna sem hersveitir á vegum NATO fella í Afganistan.

Flugmenn óttast atvinnuleysi

Flugmenn, sem Icelandair hefur sagt upp á árinu óttast að fá ekki vinnu annarsstaðar, sem jafnan hefur verið auðvelt þegar fyrirtækið hefur sagt upp flugmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir