Erlent

Google á 10 ára afmæli í dag

Google þekktasta vörumerki í heimi á tíu ára afmæli í dag.

Ef þú "gúglar" Google, þá eru niðurstöðurnar tveir og hálfur milljarður að tölu. Alþjóðlegt vörumerkjaráð segir að nafnið Google, sem í raun er út í hött, sé það þekktasta í heimi.

Á Google geturðu fundið mynd af bílskúrnum þar sem fyrirtækið varð til fyrir einum áratug og þú getur séð myndir af háskólanemunum sem stofnuðu Google, Larry Page og Sergey Brin. Þeir einsettu sér að skipuleggja upplýsingar þannig að þær nýtist fólki.

 

Þeir hönnuðu tölvukerfi sem nær í vefsíður og raðar þeim upp, meðal annars eftir því hversu margir aðrir skoða þær eða setja hlekki á þær. Gífurlegar upplýsingar eru á vefnum og þegar hægt er að nálgast þær með örskotshraða á Google.

 

Nú síðast hjólaði Google í Microsoft með því að setja á markaðinn nýjan vefvafra. Hann heitir Chrome - og þeir sem vilja vita meira um hann þurfa ekki annað en að "gúgla" hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×