Erlent

Umferðaröngþveiti rænir Dani frítíma

MYND/GVA

Danir kvarta nú sáran yfir því að tafir í umferðaröngþveiti séu farnar að ræna þá dýrmætum frí- og fjölskyldutíma í æ ríkara mæli en áður.

Staðan núna má þó teljast viðunandi miðað við það sem koma skal því danska samgönguráðuneytið spáir því að á næstu tveimur áratugum muni umferð á vegum landsins aukast um 70 prósent.

Afleiðingar þessarar stórauknu umferðar eru fyrst og fremst þær að á annatímum rétt sniglast umferðin áfram í og við helstu þéttbýliskjarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×