Erlent

Talið að fleiri en 30 hafi farist í Kaíró

Nú er talið að fleiri en þrjátíu hafi látið lífi í grjóthruni í fátæktarhverfi Kaíró borgar í Egyptalandi.

Grjóthnullungar hrundu úr nálægri hæð niður á hverfið, þar sem þéttbýli er mikið og húsakostur lélegur. Björgunarstarf er afar óskipulagt. Margir telja sig heyra í fólki kalla á hjálp og fjöldi fólks gerir árangurslitlar tilraunir til að grafa í rústunum.

Þungavinnuvélar eru nú komnar á staðinn. Fyrir fimmtán árum varð svipað grjóthrun á þessum slóðum. Þá létust fimmtíu manns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×