Erlent

Varað við fiskeldiskvíum á reki í Ísafjarðardjúpi

MYND/Jónas

Landhelgisgæslan sendi í nótt út siglingaviðvörun til skipa á Ísafjarðardjúpi vegna tveggja fiskeldisflotkvía, sem taldar eru vera á reki undan Óshlíð á millli Ísafjaðrar og Bolungarvíkur.

Skipstjóri á báti sem þar átti leið um tilkynnti Gæslunni um þetta. Ekki fást nánari upplýsingar um málið að svo stöddun en bálhvasst var við Djúpið í nótt og verið er að ala fisk í kvíum inni á nokkrum fjörðum. Málið skýrist væntanlega í birtingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×