Erlent

Hefur ekið póstbíl milljón mílur

Brent Boyd með bílinn góða.
Brent Boyd með bílinn góða. MYND/AP

Bílstjóri hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS í Bandaríkjunum fagnaði þeim tímamótum um helgina að vegmælirinn í vinnubílnum hans, sem framleiddur er af General Motors, sýndi á ný stöðuna núll þar sem bílnum hafði verið ekið eina milljón mílna.

Það samsvarar 1,6 milljónum kílómetra. Bílstjórinn hefur notað sama bílinn við vinnu sína allar götur síðan 1987 og afþakkað kurteislega öll boð fyrirtækisins um endurnýjun. Hann segir að bíllinn sé sér annað heimili og hann geti ekki hugsað sér að skipta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×